Þristagott…..bara aðeins of gott

höf: maria

Afmæli Ölbu var núna síðustu helgi og heppnaðist það alveg svakalega vel. Ég var búin að vera heillengi með hausinn í bleyti með hvað ég gæti haft og langaði svo mikið að koma með einhverjar nýjungar í uppskriftaflóru landans.

Úr urðu nokkrar dásamlegar uppskriftir af gúmmelaði sem lukkuðust alveg svakalega vel og sem ég mun koma til með að deila með ykkur á næstunni.

Einn brauðréttur úr veislunni er nú þegar kominn inn og hann finnið þið hér.  Þetta þristagott er ein af þessum dásemdaruppskriftum sem ég veit að á eftir að verða vinsæl.

Enda ekki annað hægt því hér er um alveg hrikalega og ómótstæðilega gott nammigott að ræða. Það hreinlega kláraðist upp í afmælinu og var mikið beðið um meira.

Eins og nafnið gefur til kynna er aðaluppistaðan þristar sem ég held að hreinlega allir landsmenn elska. Rice crispies, svartur lakkrís og súkkulaði hjálpa svo til við að gera þetta að eðalblöndu sem bráðnar í munni.

Þristagott.....bara aðeins of gott

Afmæli Ölbu var núna síðustu helgi og heppnaðist það alveg svakalega vel. Ég var búin að vera heillengi með hausinn í bleyti… Sætindi Þristagott…..bara aðeins of gott European Prenta
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

  • 300 gr þristar (einn poki + einn stór þristur)
  • 1 poki apollo lakkrískurl svart (ekki fyllt né með súkkulaðihúð, bara plain svart)
  • 120 gr smjör eða Ljóma
  • 100 gr Rice Crispies

Krem ofan á: 

  • 30 gr smjör eða Ljóma
  • 200 gr hreint Milka súkkulaði

Aðferð

  1. Bræðið saman þrista og smjör í potti við vægan til meðalhita og hrærið í á meðan
  2. Þegar þetta er alveg orðið bráðnað slökkvið þá undir pottinum
  3. Bætið svo strax við Rice crispies og lakkrís og hrærið vel saman
  4. Setjið svo í eldfast mót með smjörpappa undir og setjið í frystir meðan kremið er gert
  5. Bræðið nú saman yfir vatnsbaði Milka súkkulaðinu og 30 gr smjöri
  6. Takið þristagottið úr frystinum og hellið súkkulaðikreminu yfir allt jafnt
  7. Stingið aftur í frystir og leyfið því að vera þar í eina klst áður en er borðað (a.m.k en má vera mikið lengur)
  8. Takið út c.a 15 mínútum áður en þess er neytt og leyfið að standa á borði
  9. Skerið í litla bita eftir þessar 15 mínútur og geymið svo ávallt í frysti ef eitthvað verður eftir

Það verður enginn óvinsæll af þessu nammi og þið bara verðið að prófa. Ég lofa góðu……

María 

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here