Rúgbrauð sem allir geta bakað

höf: maria

Þetta dásamlega rúgbrauð er ekki bara afskaplega bragðgott heldur er það einnig afar einfalt að baka. Hér þarf aðeins skál, desílítramál og sleif til verksins.

Brauðinu er hrært varlega saman og tekur enga stund að gera svo allir eru hæfir til verksins sem vilja, jafnvel börnin. Með plokkfiski er þetta alveg tilvalið en hér finnið þið uppskrift af einum slíkum.

Brauðið er dásamlegt heitt úr ofninum með miklu smjöri og fer það afar vel með hverskonar fiskréttum, plokkfisk eða jafnvel steiktum fisk. Nú eða bara eitt og sér.

Ef þið eruð að elda fisk þá er þessi uppskrift ekki að fara að tefja ykkur neitt þó þið ákveðið að henda í eitt svona brauð því það tekur ekki nema eins og fimm mínútur að henda í það og 30 mínútur að baka það.

Leynihráefnið hér er Melassi (Molasses á ensku) sem gerir brauðið sætt, rakt og dökkt á litinn eins og alvöru rúgbrauð á að vera. Melassi er dökkt, þykkt en ekki mjög sætt síróp sem verður til þegar sykur er unninn úr sykurreyr.

Rúgbrauð sem allir geta bakað

Þetta dásamlega rúgbrauð er ekki bara afskaplega bragðgott heldur er það einnig afar einfalt að baka. Hér þarf aðeins skál, desílítramál og… Bakstur Rúgbrauð sem allir geta bakað European Prenta
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

  • 2 dl rúgmjöl
  • 2 1/2 dl spelt (gróft eða fínt, þið ráðið eða blandað saman)
  • 1 msk vínsteinslyftiduft
  • 1/2 tsk salt (fínt borðsalt)
  • 1 dl Melassi (fæst í Fræinu í Fjarðarkaup og heilsuverlsunum, líklega Hagkaup og Netto líka)
  • 1 dl AB mjólk
  • 1 1/2 dl soðið heitt vatn

Aðferð

  1. Blandið saman öllum þurrefnum í skál og hrærið með sleif
  2. Setjið næst Ab mjólk (ekki hræra strax)
  3. Setjið svo Melassa og sjóðandi heita vatnið saman og hrærið vel í glasi eða lítillri skál svo melassin leysist vel upp
  4. Hellið svo út í þurrefnin og AB mjólkina og hrærið öllu vel saman með sleif. Passið að hæra bara þar til allt er vel blandað saman og reynið að hræra sem allra minnst svo brauðið verði ekki seigt.
  5. Setjið í smurt brauðform
  6. Bakið á 180-190 C°blæstri í 35-40 mínútur
  7. Þegar brauðið á að vera til er gott að stinga ofan í það hníf og ef hann kemur hreinn upp úr er brauðið til.

Punktar

Með þessari uppskrift verður brauðið svona litlar sneiðar en ef þið villjið hafa það stórar sneiðar þá þarf að tvöfalda uppskriftina. Melassan hef ég keypt í Fræinu í Fjarðarkaupum en býst við að hann fáist einnig í Hagkaup og heilsubúðunum.

Fyrir utan að vera gott þá er brauðið hollt líka

María 

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

6 Athugasemdir

Heiðrún November 12, 2018 - 4:11 pm

Hæ þar sem ég bý á spáni og þú spænsk gætir þú sagt mér hvað ég geti sett í staðinn fyrir t,d A B mjólkina og hvað er Melassi + vínsteinslyftiduftið hér á spáni 🙂 Langar svo að prufa að baka rúgbrauðið þitt Gracias 🙂

Svara
maria November 12, 2018 - 9:09 pm

Sæl Heiðrún

Í staðinn fyrir AB mjólk myndi ég bara nota Yogur natural og í stað vísnteinslyftidufts má vel nota bara þetta hefðbundna Royal lyftiduft í sama magni.
Melassi held ég að heiti Melaza á spænsku og það fæst þá líklegast í þessum heilsubúðum en ég held þú getir alveg notað bara brennda sykurinn/sírópið sem sem er seldur í flöskum í Mercadona eins og er notað í botninn á flan 🙂

Vona að þetta hjálpi þér eitthvað svo þú getir bakað rúgbrauðið 😉

Svara
Ragnhildur November 12, 2018 - 4:20 pm

Sæl María!

Hvar fæ ég melassa?

Bestu kveðjur.
Ragnhildur.

Svara
maria November 12, 2018 - 9:10 pm

Sæl Ragnhildur

Ég hef alltaf keypt það í fræinu í Fjarðarkaup en ég er nokkuð viss um að það fáist í heilsudeildinni í Hagkaup og einnig í Heilsubúðunum 🙂

kv María

Svara
Eddakonraðsdottir February 13, 2019 - 6:44 am

Hvað er melessa?

Svara
maria February 13, 2019 - 2:58 pm

Hæ hæ

Melassa er dökkt síróp sem er ekki mjög sætt, er eiginlega svart á litinn og ég held að það sé alveg óunnið, þ.e safinn úr sykurreir eins og hann kemur fyrir

Svara

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here