Þessir pizzasnúðar eru bara geggjaðir hreint út sagt. Þeir eru stökkir að utan og mjúkir að innan og bragðast eins og besta pizza.
Þeir eru langbestir nýbakaðir og volgir beint úr ofninum. Þessir hafa alltaf slegið í gegn, hvort sem er í barnaafmælum, um helgar eða sem nesti í skólann.
Þeir eru svaka einfaldir og auðveldir að baka. En meira þarf ekki um þá að segja. Mæli bara með að þið prufið og þið munið sannfærast.
Ég vona að þið látið sannfærast því það er sko algjör klikkun að láta þessa fram hjá sér fara.
Ef þið nennið ekki að baka þetta sjálf held ég að það sé óhætt að segja að allir krakkar yfir 9 ára ættu að geta bakað þessa snúða undir eftirliti fullorðinna.
En ég vona að ykkur eigi eftir að þykja þeir jafn góðir og okkur, en hér eiga þeir það til að klárast áður en þeir ná að kólna.
Hráefni
Í snúðana þarf
- 4 bolla hveiti
- 2 tsk salt
- 2 msk hunang
- 1 bréf þurrger eða 1 1/2 matskeið
- 1 1/2 bolla af volgu vatni
- 1 msk oregano eða pizzakrydd frá Prima
- smá svartan pipar (val)
Fylling:
- Contadina pizzasósu úr Bónus, eins og þessi á myndinni fyrir ofan. Mér finnst hún langbest.
- Pepperóní
- Rifinn ostur
- Oregano eða pizzakrydd
Aðferð
Snúðar:
- Byrjið á að setja 1/2 bolla af volgu vatni, hunangið og gerið í skál og hrærið saman. Leyfið þessu að standa í 5 mínútur þar til það er komin þykk leirkennd froða ofan á.
- Setjið svo næst allt þurrefni saman í skál.
- Gerblöndunni er hellt smám saman út í þurrefnið meðan vélin er að hnoða. Ef þið eruð ekki með hrærivél þá hellið þið örlítið í einu af blöndunni út í hveitið.
- Þegar það er komið er allt að einum bolla af volgu vatni bætt við deigið smátt og smátt.
- Látið svo stykki yfir skálina og leyfið deiginu að hefast á volgum stað, eins og t.d. upp á stól upp við miðstöðvarofn, í a.m.k 30 mínútur.
- Stráið hveiti á borðið og svo ofan á deigið og fletjið út með kökukefli. Ekki gera það of flatt heldur leyfið því að vera frekar þykku.
Fylling:
- Smyrjið pizzasósunni yfir deigið jafnt og klippið pepperóní niður í ræmur.
- Dreifið svo rifna ostinum yfir og að lokum pepperóníinu.
- Mér finnst síðan mjög gott að strá pizzakryddinu frá Prima eða Oregano yfir allt.
- Rúllið svo deiginu upp í pylsulagaða lengju.
- Og skerið að lokum lengjuna í hæfilega þykkar sneiðar og raðið á ofnplötu. Gott er að strá smá rifnum osti yfir snúðana ef vill.
- Bakist á 200 C° á blæstri í 20 mínútur, eða þar til snúðarnar eru orðnir gyllinbrúnir að lit.
Verði ykkur að góðu
María
6 Athugasemdir
Hvað færðu marga snúða út úr þessari uppskrift?
Veislan er á sunnudaginn en ég hef eiginlega bara tíma til að gera þetta í dag. Hvernig er best að geyma snúðana? Frysta þá og hita svo upp?
Hæ hæ
Ég man ekki alveg hvað fást margir snúðar úr einni uppskrift en þetta er samt frekar stór uppskrift svo ég held að ef þeir eiga að vera ásamt öðrum veitingum mun ein uppskrift duga en annars alltaf hægt að tvöfalda hana 🙂
Það er ekkert mál að baka í dag og frysta meðan þeir eru enn volgir, getur svo tekið þá út rétt fyrir afmælið og hitað upp á 200 c°í 10 mínútur þá verða þeir eins og nýbakaðir, (setja þá inn frosna sem sagt í ofninn) gangi þér vel 🙂
Hæ, ef maður á ekki hrærivél getur maður þá bara hnoðið með höndunum?
Hæ Rakel
afsakaðu hvað ég svara seint, en jú það er alveg hægt að hnoða bara í höndunum 🙂
Hæ Rakel og afsakaðu seint svar, ……en já það má að sjálfsögðu hnoða í höndnunum það virkar alltaf 🙂
hæ hæ já það má alltaf hnoða í höndunum, gamla góða aðferðin virkar alltaf vel 🙂