Mjólkur og eggjalaus kókós ís með fylltu karamellusúkkulaði

höf: maria

-Samstarf-

Hér er dásamlega silkimjúkur og bragðgóður kókós ís sem er bæði eggja og mjólkurlaus sem allir ættu að geta notið.

Maður þarf ekki endilega að vera vegan eða með mjólkuóþol til að elska þennan ís en hann er góður fyrir alla.

Börn, fullorðna, mjólkuróþolspésa sem og vegan en hér er eitthvað fyrir alla, en ef þú þarft að hafa ísinn alveg mjóllkurlausan þá þarf að passa að nota mjólkurlaust súkkulaði.

Mér finnst oft vanta eitthvað svona sem hægt er að bjóða upp á fyrir gesti sem eru í sérfæði sem kostar ekki mikla fyrirhöfn og alætur ættu að geta notið með.

Ég hef svo oft verið að leika mér að gera ís úr niðursoðinni mjólk og rjóma sem er svo ótrúlega einfalt að gera og var þess konar ís mér efst í huga þegar ég bjó til þessa uppskrift.

Ég er með nokkrar uppskriftir af þannig ís sem þið getið fundið hér, hér, hér og hér sem dæmi og er hver öðrum betri.

Í stað þess að notast við niðursoðna mjólk sem er dísæt og góð notaði ég smyrju frá So vegan So Fine með kókós, en hún er ekkert svo frábrugðin niðursoðinni mjólk eða condensed milk.

Það sem smyrjan og dósamjólkin eiga sameiginlegt er að bragðið minnir mig smá á hvítt súkkulaði nema smyrjan inniheldur líka kókos.

Ég mæli með að þú prófir að gera þennan ís ef þú elskar bæði ís og kókós.

Mjólkur og eggjalaus kókós ís með fylltu karamellusúkkulaði

-Samstarf- Hér er dásamlega silkimjúkur og bragðgóður kókós ís sem er bæði eggja og mjólkurlaus sem allir ættu að geta notið. Maður… Hollusta Mjólkur og eggjalaus kókós ís með fylltu karamellusúkkulaði European Prenta
Serves: c.a 2 lítrar Prep Time: Cooking Time:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

  • 500 ml Oatly þeytirjómi 
  • 1 krukka af So Vegan So Fine Kókós smyrju 
  • 1 dós kókósmjólk (bara hvíta þykka lagið sem leggst ofan á en mér finnst Rapunzel kókósmjólkin laaangbest) 
  • 2 dl kókósmjöl eða kókósflögur 
  • 1/2 dl hlynsíróp (mæli með frá Rapunzel fyrir vegan) 
  • nýkreystur safi úr 1/2 sítrónu 
  • 1/2 tsk vanilludropar 
  • klípa af grófu salti 
  • 100 gr af karamellu fylltu rjómasúkkulaði eða góðu súkkulaði að eigin vali (ég notaði frá Rapunzel en ef þú ert vegan eða með mjólkuóþol þá nota mjólkurlaust súkkulaði)

Aðferð

  1. Byrjið á að þeyta Oatly rjómann þar til hann er orðinn vel þykkur og þéttur (best að nota þeytarann til verksins hér)
  2. Bætið svo næst So Vegan So fine smyrjunni, hvíta þykka laginu ofan af kókósmjólkinni, hlynsírópinu, sítrónusafanum, vanilludropunum og saltinu út í rjómann.  Skiptið út þeytaranum yfir í flata hrærarann eða svokallaða t stykkið og hrærið þar til allt er vel blandað saman 
  3. Skerið svo niður súkkulaði plötuna í smáa bita og bætið saman við ásamt kókósmjölinu og hrærið varlega saman með sleikju. Mjög varlega !! 
  4. Hellið í stórt mót sem rúmar c.a 2 lítra og setjið filmuplast eða lok yfir og frystið í lágmark 8 klst 
  5. Gott er að taka ísinn út og láta standa 15 mínútur áður en hann er borinn fram 
  6. Góður einn og sér eða með góðri íssósu að eigin vali 

Verði ykkur að góðu

María

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here