Marrokóskur kjúklingakebab

höf: maria

Hér er ég að reyna að leika eftir kebab sem fékkst í matarvagni við hliðina á hóteli sem ég var eitt sinn stödd á, á Costa del Sol.

 Hann áttu Marrokósk hjón. Ég get svarið það en ég held að ég hafi keypt mér kebab hjá þeim daglega svo góður var hann.

Eftir að komið var heim til Íslands lét ég mig hins vegar dreyma um hann. Því  var ekkert annað að gera en að reyna að leika hann eftir.

Ég var svo blessunarlega heppin að konan sem átti vagninn var svo indæl að gefa mér hint af innihaldsefnum sósunnar.

Líklegast því hún hélt fyrst að ég sjálf væri frá Marokko sem mér fannst mjög fyndið en hef reyndar heyrt áður, en ég kem frá Granada þar sem síðasta máravígi Spánar var.

En hvað um það, restina af uppskriftinni fann ég út sjálf og er ég alveg í skýjunum með útkomuna.

Marrokóskur kjúklingakebab

Hér er ég að reyna að leika eftir kebab sem fékkst í matarvagni við hliðina á hóteli sem ég var eitt sinn… Aðalréttir Marrokóskur kjúklingakebab European Prenta
Serves: 4-6
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

  • 650-800 gr úrbeinuð kjúklingalæri í mareningu (uppskrift að neðan)
  • 6 pítubrauð
  • 2 stk Tómatar
  • 1 Rauðlaukur
  • Jalapenjo í krukku (má sleppa en ég mæli með)
  • Kál
  • 1 rauða papríku

Kjúklingamareningin

  • 4 dl Ab mjólk gerir kjúklingin meiran eins og silki
  • ½ dl ólífuolía
  • 1 msk hunang
  • 1 msk sítrónusafi
  • 2 msk gott kjúklingakrydd
  • 1 marinn geiralaus hvítlaukur eða 4 hvítlauksrif marin
  • 1 tsk laukduft (onion Powder)
  • 1 msk Cumin (passa sig ekki Kúmen eins og í kringlum)
  • ½ tsk cayenne pipar
  • 1 tsk gróft salt
  • Hnefi af ferskri steinselju rifin út í eða 1 tsk þurrkaðri

Hvít Kebab sósa Arabakonunnar

  • 350 gr grísk jógurt
  • ½ dl Tahini hvítt (alls ekki sleppa, alveg bannað)
  • Safi úr 1/3 sítrónu eða 1-2 tsk sítrónusafi
  • 1 msk hunang
  • ½ geiralaus hvítlaukur marinn eða 2 marin hvítlauksrif
  • 1 – 1,5 tsk gróft salt

Aðferð

Kjúklingurinn:

  1. Hrærið öllum hráefnunum í kryddleginum saman í þeirri röð sem þau eru talin upp
  2. Kaffærið svo úrbeinuðu lærunum vel ofan í þannig að verði alveg þakin legi
  3. Best er að láta standa sem lengst í ísskáp en ég lét standa yfir nótt en alls ekki minna en 1 klst
  4. Raðið á bökunarplötu með smjörpappa ofan á
  5. Eldið svo við 220 C°hita með blæstri í 30 mínútur
  6. Skerið svo í þunnar ræmur eins og gert er við Kebab kjöt

Hvíta sósan:

  1. Setjið öll hráefnin í blandara og maukið saman í a.m.k eina mínútu
  2. Smakkið til og saltið meira ef þarf og maukið þá aftur vel
  3. Sósan á að vera skjannahvít og silkimjúk eins og fallegur rjómaís

Kebab settur saman

  1. Ristið pitubrauðin eða bakið í ofni. Mér finnst betra að hafa þau mjúk en ekki stökk
  2. Skerið svo kjúklingin í þunnar ræmur eins og er gert við kebab kjöt
  3. Setjið svo grænmeti í brauðið og kjúkling eins og þegar pita er gerð
  4. Svo þarf að nota nóg af sósu og gott er að setja ferska steinselju með
  5. Fyrir þá sem vilja sterkt mæli ég með jalapenjo út á líka og Hot Sauce frá Santa María

Verði ykkur að góðu

María

Endilega fylgið mér á Instagram 

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here