Kúrbítsnúðlur með avocadopestó og risarækjum

höf: maria

Fyrir þá sem vilja halda sér frá hveiti og fínum kolvetnum eru þessar núðlur ekkert nema snilld. Reyndar líka fyrir okkur hin sem langar bara í góðan mat, en þessi uppkskrift er skemmtilega öðruvísi og tilbreyting frá hinu hefðbundna pasta.

Núðlurnar sjálfar eru gerðar úr kúrbít, en þær eru afar auðvelt að gera. Það eina sem þarf til er lítið eldhúsáhald sem líkist rifjárni en er eins og yddari. Hann er hægt að fá víða eins og í Fjarðarkaup, og kostar undir 3000 kr.

Uppskriftin í heildina er mjög einföld en svakalega góð. Fyrir þá sem vilja ekki rækjur eða eru með ofnæmi, mæli ég með að hafa kjúkling í staðin.

Kúrbítsnúðlur með avocadopestó og risarækjum

Fyrir þá sem vilja halda sér frá hveiti og fínum kolvetnum eru þessar núðlur ekkert nema snilld. Reyndar líka fyrir okkur hin… Matur Kúrbítsnúðlur með avocadopestó og risarækjum European Prenta
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

  • 5-6  stk Kúrbíta
  • 1 stk avocado
  • 1 bolli ferskt basiliku
  • ¼ bolli pistasíuhnetur ósaltar og skellausar
  • 2 msk sítrónusafi +
  • ¼ tsk pipar
  • ¼ bolli ólífuolía ( í pestóið) og 2 msk aukalega til steikingar
  • 3 hvílauksrif marin
  • 350 gr risarækjur eða tígrisrækjur hráar
  • 1 Rauður belgpipar ef vill annars sleppa
  • 1-2 tsk Old Bay seasoning (fæst í Fjarðarkaup og Hagkaup)
  • salt

Aðferð

  1. Byrjið á að Þrífa kúrbítin og ydda hann í svo tilgerðum skrælara sem er eins og yddari og gerir núðlur. Hafið hýðið á.
  2. Saltið yfir allar núðlurnar létt og leyfið þeim að liggja í sigti, með stykki eða klút undir, næstu 20-30 mínúturnar meðan rækjur og pestó er gert tilbúið
  3. Næst er að byrja á Pestóinu. Setjið avócado, basiliku, pistasíuhnetur, sítrónusafa, salt, pipar og olíu í blandara og mixið vel saman, þar til verður til fallega grænt pestó
  4. Smakkið til og setjið meira salt og sítrónusafa ef þið viljið meira bragð og ferskleika. Leggjið til hliðar.
  5. Næst er að þurrka aðeins rækjurnar með því að leggja þær á eldhúsbréf
  6. Hitið svo 1 msk ólífuolíu á pönnu og setjið 3 marin hvítlauksrif út á og rauðan belgpipar smátt skorin (sleppið ef þið viljið ekki hafa það sterkt)
  7. Hrærið stöðugt í hvílauknum í 30 sekúndur og passið að hann brenni ekki eða verði brúnn.
  8. Bætið næst rækjunum út á pönnuna og kryddið með Old Bay, leyfið þeim að steikjast í 3-4 mínútur á pönnuni þar til þær verða fagurbleikar
  9. Takið rækjurnar af pönnunni og setjið til hliðar í stóra skál
  10. Bætið nú 1 msk af Ólífuolíu út á pönnuna, yfir gumsið sem var á henni eftir rækjurnar
  11. Þurkkið vel allan umframvökva af núðlunum og steikjið á pönnunni í 3-5 mínútur.
  12. Slökkvið undir og setjið núðlurnar út á rækjurnar í stóru skálinni, og bætið pestó við og hrærið vel saman
  13. Mjög gott að drekka græna boostið með þessum rétt <3 en uppskriftina af því má finna hér

Verði ykkur að góðu

María 

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here