Kjúklinga Crepes með sinnepssósu

höf: maria

Hér er á ferðinni dásamlega léttur og góður sumarréttur. Hver elskar ekki Crepes eða pönnukökur ? Hér eru þær hins vegar ekki sætar og ömmulegar fylltar með sykri eins og oftast.

Í stað þess að gera þær sætar, setti ég timian í hefðbundið íslenskt pönnukökudeig og minnkaði sykurinn til muna. Í Frakklandi, eða nánar tilgetið í Annecy þar sem ég var í tvö sumur, lærði ég að borða crepes á þennan hátt.

Kjúklingur, steiktir sveppir, grjón, ferskt grænmeti og dýrðar sinnepssósa sem toppar þetta svo allt saman……namm ég lofa að þetta er afskaplega gott og ekki erfitt að gera.

Ég ákvað að nota létt mayones frá Heinz í sósuna, og ég lofa að það bitnar akkurat ekkert á bragðinu. Þið megið líka nota bara venjulega mayonesið en þetta er mun léttara í maga og mun færri kalóríur.

Kjúklinga Crepes með sinnepssósu

Hér er á ferðinni dásamlega léttur og góður sumarréttur. Hver elskar ekki Crepes eða pönnukökur ? Hér eru þær hins vegar ekki… Aðalréttir Kjúklinga Crepes með sinnepssósu European Prenta
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

Crepes/pönnukökur

  • 3 dl hveiti
  • 1/2 tsk lyftiduft
  • 1 msk sykur
  • 1/4 tsk salt
  • 1 tsk þurrkað timian
  • 2 egg
  • 4-5 dl mjólk
  • 25 gr bráðið smjörlíki
  • smá svartan pipar

Fylling

  • 400 gr úrbeinuð læri + olía til steikingar, salt. pipar og ykkar uppáhalds kjúklingakrydd
  • 1 poki Tilda Basmati grjón
  • 150 gr sveppir+ smjör til steikingar
  • Rauð papríka
  • Fetaostur
  • Púrrulaukur
  • Klettasalat

Sinnepssósan

  • 1,5 dl light mayones frá Heinz
  • 2 msk Sweet mustard frá Heinz
  • 2 msk hunang

Aðferð

Crepes/pönnukökur

  1. Smjörlíki brætt og látið kólna
  2. Þurrefni sigtuð saman í skál
  3. Helming af mjólk bætt út í og hrært til kekkjalaust
  4. Eggin eru látin í og síðan það sem eftir er af mjólkinni ásamt timian og pipar
  5. Að lokum er smjörlíki hrært saman við
  6. Hitið helst pönnukökupönnu við miðlungshita og bakið líkt og hefðbundnar pönnukökur
  7. þessar mega alveg vera þykkari og því þarf ekkert að rembast við að hafa þær sem þynnstar

Fylling

  1. Skerið kjúklingin í gúllasbita og steikið með olíu á pönnu og saltið, piprið og kryddið
  2. Sjóðið grjónin eftir leiðbeiningum
  3. Steikjið sveppina á pönnu upp úr smjöri og saltið ögn
  4. Skerið grænmetið í litla bita allt nema klettasalatið
  5. Setjið nú allt í skálar og berið á borðið ásamt pönnukökunum og sinnepssósunni góðu

Sinnepssósan 

  1. Hrærið upp mayonesið
  2. Bætið svo hunangi og sinnepi út í og hrærið vel saman
  3. Gott að kæla meðan hitt allt er gert reddý

Þarf að segja eitthvað meira ? Úff namm svo gott

Knús

María 

Megið endilega followa mig á instagram 

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here