-Samstarf-
Eigum við eitthvað að ræða þessar dásemdarkökur sem heppnuðust svona afskaplega vel svo ég varð hoppandi glöð af kæti ?
Já leggjumst aðeins yfir það hvað þessar dásemdarkökur búa yfir og í hverju töfrarnir leynast. Hér er um að ræða kaffikökur, þar sem kaffið sjálft er sett beint í deigið óuppáhelt.
Já þið lásuð rétt duftið er notað í kökurnar og trúið mér það gerir töfra. Milt og gott kaffibragðið læðist í gegnum stökkar kökurnar með mjúkri miðjunni.
Ég held að það sé óhætt að segja að þessar eru svona fullorðins Subway kökur, bannaðar innan 16 ára vegna kaffi innihaldsins.
Til að kökurnar verði góðar þarf að sjálfsögðu að notast við besta kaffið sem völ er á, og mitt allra uppahaldskaffi er án efa Nespresso.
Nú voru að koma tvær frábærar nýjungar frá þeim sem heita Napoli og Venezia, en Napoli er mjög sterkt og ákvað ég þess vegna að notast við það í kökurnar.
Mér finnst persónulega Venezia vera betra fyrir mig því ég vil ekki hafa bollann minn mjög sterkan en Napoli er með styrkleika 13 meðan Venezia er með 8 sem hentar mér.
Fyrir þá sem elska vel sterkt kaffi mæli ég með Napoli kaffinu. Mér finnst kaffið mitt best með haframjólk en hana drekk ég einungis út í kaffið mitt, en hún er eins og rjómi í kaffið án allrar fitunnar.
Ef þið eigið von á gestum og viljið slá smá í gegn er mjög sniðugt að gera íssamlokur úr sykurkökunum, en það sló svo sannalega í gegn hjá mínum gestum.
Kaupið þá ykkar uppáhalds ís og setjið á milli tveggja kaka og smá stund í frystir. Kaffi íssamloka með kaffinu klikkar ekki og er þetta ekta fyrir þá sem elska gott kaffi og með því.
Hráefni
- 150 gr Ljómi mjúkur við stofuhita
- 300 gr sykur
- 2 egg
- 2 Nespresso hylki af Napoli kaffi eða 2 msk annað kaffi sem þið elskið (Lesið punkta fyrir neðan)
- 1/2 tsk vanillu Extract eða dropa
- 330 gr hveiti
- 1 tsk lyftiduft
- 1/2 tsk kanill
- 1/2 tsk salt
Aðferð
- Byrjið á að hita ofninn á 175-180 C°blástur
- Setjið svo mjúkann Smjörva og sykur saman í hrærivélarskál og þeytið þar til létt og ljóst
- Setjið svo öll þurrefnin saman í aðra skál og hrærið vel saman, munið að kaffið á ekki að fara uppáhelt í deigið heldur duftið sjálft og er það sett hér saman við þurrefnin
- Hrærið öllu þessu þura vel saman
- Bætið næst einu eggi í einu út í sykurblönduna, ásamt vanillu extract, og þeytið þar til er orðið létt og glansandi
- Bætið þá þurrefnunum saman við hægt og rólega, hellið bara svona stöðugt í meðan er að hrærast saman í vélinni
- Passið ykkur þó að þeyta ekki of lengi því þá verða þær seigar
- Gott er svo að hnoða bara í lokinn örlítið með höndunum
- Setjið svo næst í skál og setjið filmu yfir og geymið í kæli minnst í 1 klst. Best ef hægt er að geyma yfir nótt eða nokkrar klst
- Setjið svo hveiti á borð eða bretti og fletjið deigið út í eins og 1,5 cm þykkan ferning (sjá punkta)
- Stingið svo út kringlóttar kökur og með hringskera, glasi eða þess vegna dós og setjið á bökunaplötu klædda bökunarpappa
- Bakist svo í 8-10 mín, alls ekki lengur en það !!
- Þið getið svo neytt þeirra eins og þær eru eða sett ís á milli eða þess vegna ykkar uppáhaldglassúr eða krem ofan á
Punktar
Mikilvægt er að nota kaffiduftið beint ofan í deigið. Ekki er notað uppáhelt kaffi, ég sker bara lokið af Nespresso hylkinu og helli því beint út í þurrefnin. Þegar þið eruð að fletja út deigið þá er mikilvægt að ýta bara mjög laust á deigið með kökukefli svo það límist ekki á keflið og rifni. Setjið vel af hveiti undir og ofan á deigið áður en þið fletjið út og munið að ýta bara laust. Ástæðan fyrir því að ég nota Napoli kaffið frá Nespresso er að það er vel sterkt og því kemur kaffibragðið í gegn án þess þó að vera yfirþyrmandi. Passið ykkur að baka kökurnar ekki lengur en gefið er upp, fyrst er eins og þær séu enn hráar en þegar þær kólna þá harðna þær og verða stökkar í köntunum en mjúkar inní. Leyfið þeim að kólna á heitri bökunarplötunni en ekki taka þær af sjóðandi heitar.
Verði ykkur að góðu
María