Hin fullkomna Píta

höf: maria

-Samstarf-

Lengi vel hélt ég að pita væri komin frá Danmörku og væri því skandínavískt fyrirbæri. Tek það fram það var þegar ég var barn og unglingur hahaha.

Held það hafi eitthvað með það að gera að ég hef alltaf borðað pitu með Hatting brauði sem koma frá Danmörku eins og kannski margir vita.

Seinna komst ég svo að því að pita er bara ekkert upprunin frá Skandinavíu heldur er hún grísk. Reyndar eru til alls kyns fyrirbirgði af henni sem eiga uppruna sinn í mið-austurlöndum en þar er hún í flatbrauði.

Það er þrennt sem ég verð alltaf að hafa í pitu svo hún verði fullkomin, Hatting pitubrauð sem eru bara þau allra bestu, kínakál og ekkert annað kál kemur til greina og svo hamborgarakjöt en ekki hakk.

Hér var ég svo með sveppabeikonkurl sem ég ákvað að prófa einu sinni þegar ég átti fullt af sveppum og beikonkurli afgangs en það saman steikt setur algjörlega punktinn yfir i-ið.

This image has an empty alt attribute; its file name is IMG_4505-663x1024.jpg
-Samstarf- Lengi vel hélt ég að pita væri komin frá Danmörku og væri því skandínavískt fyrirbæri. Tek það fram það var þegar… Aðalréttir Hin fullkomna Píta European Prenta
Serves: 4-6
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

  • Hatting pitubrauð 
  • Hamborgarakjöt (1-2 á mann)
  • 250 gr sveppir 
  • 1 pakki af ósteiktu beikonkurli 
  • Pitusósa 
  • kínakál (ég sver það er langbesta kálið á pituna)
  • Rauð paprika 
  • Gúrka 
  • Piccolo tómatar 
  • rauðlaukur 

Aðferð

  1. Steikið hamborgarana og saltið vel og piprið og notið gott hamborgarkrydd líka ef þið eigið
  2. Ristið pitubrauðin en mér finnst best þegar þau eru mjúk en sumum finnst betra stökk
  3. Skerið niður allt grænmeti smátt 
  4. Skerið sveppina niður mjög smátt og setjið á pönnu ásamt beikonkurlinu 
  5. Steikið saman þar til allt vatn er farið af pönnunni og þetta er að verða svona krispý en ekki of krispý samt 
  6. Svo raðið þið á pituna því sem þið viljið af þessu en mér finnst best að hafa þetta allt, s.s hamborgarakjöt, kál, tómata, gúrku, papriku, beikonsveppakurl, pitusósu og rauðlauk 

Punktar

Ég mæli með 1-2 pitum á mann en það eru 6 brauð í pakkanum frá Hatting. Eins og ég sagði þá nota ég buff eða svona hamborgarkjöt í pituna og ég mæli með því að gera það frekar en hakk út af sveppabeikonkurlinu sem er eiginlega smá eins og hakk. Einnig mæli ég með að þið notið kínakál í stað annars káls á pituna en það gerir einhverja töfra með pitusósunni.

Verði ykkur að góðu

María

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here