Indverskt Korma fyrir alla fjölskylduna

höf: maria

-Samstarf-

Mér finnst Indverskur matur alltaf vera svo litríkur og fallegur. Hér er á ferðinni afar bragðmilt en í senn bragðgott Korma sem hentar vel fyrir alla fjölskylduna.

Þegar ég er mjög upptekin finnst mér afar gott að geta hent í eitthvað gott og hollt sem tekur stutta stund að gera.

Því á ég nánast alltaf til krukkusósur frá Patak´s inn í skáp sem ég skammast mín akkurat ekkert fyrir að nota þegar þannig stendur á hjá mér.

Núna er ég einmitt í miðjum flutningi og því kom það sér afar vel að eiga Pataks sósurnar inn í skáp til að henda í eins og einn ljúfffengan Indverskan rétt.

Óhætt er að segja að eftir mikið pizzuát hafi þessi réttur verið langþráður enda við öll farin að þrá staðgóðan og hollan heimilismat.

Hér var ég ekki lengi að galdra fram dýrindis máltið á örskotsstundu. Grjón, myntu-gúrku jógúrtsssósa og naan brauð frá Patak´s með, gerði þetta algjörlega fullkomið !

Hér notaði ég Patak´s Korma spice paste sem er aðeins þykkara en Korma sósan frá Patak´s og því notaði ég kókósmjólkina með og rjóma.

Ef þið viljið heldur nota sósuna sjálfa þá myndi ég sleppa að setja kókósmjólkina og hafa bara rjómann. Sósan heitir Patak´s Korma og þar er allt tilbúið til að setja beint út á kjúklinginn ef þið viljið sleppa við allt umstang.

Ég mæli líka með að þið prófið Tikka Masala sósuna frá Patak´s en hún er einnig afar góð.

Indverskt Korma fyrir alla fjölskylduna

-Samstarf- Mér finnst Indverskur matur alltaf vera svo litríkur og fallegur. Hér er á ferðinni afar bragðmilt en í senn bragðgott Korma… Aðalréttir Indverskt Korma fyrir alla fjölskylduna European Prenta
Serves: 4 Prep Time: Cooking Time:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

Korma Kjúklingur

  • 2 msk olía
  • 1 laukur smátt skorinn
  • 1 krukka af Patak’s Korma Spice Paste
  •  400ml dós af kókós mjólk
  • 1 geiralaus hvítlaukur pressaður
  • 5 cm bútur af engiferrót pressuð í hvítlaukspressu
  • 500g c.a af kjúklingabringum
  • ½ dl rjómi
  • 1 msk sykur eða önnur sæta
  • Salt og pipar
  • 1 dl kókósflögur
  • 1 dl rúsínur
  • Smá sítrónusafi

Gúrku-Myntu Jógúrtssósa 

  • 1/4-1/2 gúrku
  • 1 bolli grísk jógúrt
  • 1/2 tsk Cumin (ekki kúmen eins og kringlum). Alls ekki sleppa gerir svo gott 
  • 1 marið hvítlauksrif
  • 1-2 msk mjög fínt söxuð fersk mynta
  • 2 tsk hlynsíróp eða agave
  • 1 tsk gróft salt

 

Aðferð

Korma Kjúklingur 

  1. Hitið olíu á pönnu og setjið lauk, engiferrót og hvítlauk út á
  2. Lækkið hitan svo laukar brenni ekki og setjið sykurinn út á og saltið og piprið
  3. Steikjið þar til verður mjúkt og glansandi
  4. Skerið bringurnar í gúllas bita og setjið til hliðar
  5. Setjið svo Pataks Korma spice paste alla krukkuna út á pönnuna ásamt kókósmjólkinni og hrærið vel saman
  6. Þegar er byrjað að sjóða setjið þá bringurnar (hráar) út í og saltið, setjið líka kókosflögurnar og rúsínurnar og látið sjóða í 15 mínútur
  7. Þegar 15 mínútur eru liðnar setjið þá smá sítróusafa og rjómann út á og hrærið vel saman
  8. Leyfið að malla svo í 5-10 mínútur í viðbót

Gúrku-Myntu Jógúrtssósa 

  1. Hrærið út jógúrtina og setjið í hana allt úr uppskriftinni nema gúrku og myntu
  2. Hrærið öllu vel saman
  3. Takið svo rifjárn og rífið gúrkuna með því út í sósuna en passið að gera bara inn að miðju og sleppa kjarnanum, því hann er of blautur
  4. Saxið að síðustu myntuna smátt niður og setjið út í og hrærið vel

Punktar

Að hafa rúsínur og kókósflögur gerði alveg svakalega mikið fyrir réttinn og ég mæli með að þið sleppið því ekki. Mjög gott er að bera réttinn fram með grjónum, jógúrtsósunni og Naan brauðinu frá Patak´s

Verði ykkur að góðu

María

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here