Hrísgrjónaréttur með rækjum, brauði og sinnepsósu

höf: maria

Þessi réttur er einn af þeim gömlu góðu  sem ég gerði svo oft þegar ég var að byrja að búa og halda veislur.

Réttinn fékk ég fyrst hjá samstarfskonu minni fyrir örugglega 20 árum síðan. Svo bara einhvernveginn gleymdist hann inn á milli uppskrifta.

 Þar til um daginn þegar ég fann hann og ákvað að vera með hann í afmælinu hans Mikaels. Og því sá ég sko ekki eftir því hann var alveg ofboðslega góður.

Ég viðurkenni það að ég var búin að gleyma hversu góður hann er, og það var ekki bara mér sem fannst það heldur gestunum líka, og Gabríelu dóttur minni sem er ein sú matvandasta sem ég veit um.

Réttinn ber ég alltaf fram með ristuðu fransbrauði sem ég sker í 4 þríhyrninga og sinnepsósu sem toppar réttinn og gerir hann fullkominn. Hin fullkomna þrenning skulum við segja.

Þessi réttur á heima á hvaða veisluborði sem er og jafnvel á kvölmatarborðinu

Hrísgrjónaréttur með rækjum, brauði og sinnepsósu

Þessi réttur er einn af þeim gömlu góðu  sem ég gerði svo oft þegar ég var að byrja að búa og halda… Matur Hrísgrjónaréttur með rækjum, brauði og sinnepsósu European Prenta
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

  • 1 Dós sveppir
  • 400-600 gr rækjur
  • 1 rauð paprika
  • 1 græn paprika
  • 1 pakki af Bachelors karrrýgrjónum (fást í Bónus og víðar)
  • 1 dós maísbaunir
  • 2 tsk arómatkrydd
  • 1 tsk karrý
  • 1 tsk hvítlauksduft 

Sinnepsósa með réttinum:

  • 125 gr mayones
  • 125 gr sýrður rjómi með graslauk (í græna boxinu)
  • 3 msk sætt sinnep
  • 2 msk hunang
  • Örlítið arómat
  • Ferskur graslaukur ef vill en má sleppa

Aðferð

  1. Sjóðið grjónin eftir leiðbeinungum á pakka og kælið
  2. Skerið paprikurnar smátt
  3. Afþýðið rækjurnar með því að setja þær í sigti undir heita vatnsbunu og þerrið svo vel á eldhúspappa
  4. Skerið sveppina aðeins smærri en þeir eru í dósinni (ekki nota safann af sveppunum)
  5. Blandið svo öllu saman í stóra skál og kryddið með kryddunum

Sinnepssósan:

  1. Hrærið öllu vel saman og kryddið
  2. klippið graslauk svo smátt ofan í ef vill

Punktar

Þetta er svona réttur til að bera fram í veislum með ristuðu brauði. Þá er best að setja réttinn ofan á ristað brauð eða gott baguette brauð og setja svo sósuna ofan á. Réttur og sósa er borið fram í sitthvoru lagi og brauð með. Svo púsla gestirnir þessu sjálfir saman á disknum sínum.

Verði ykkur að góðu

María 

Verið velkomin að followa mig á Instagram

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here