Humarpizza sem þú gleymir seint

höf: maria

Þessi pizza er næstum af öðrum heimi svo góð er hún, eða það finnst mér alla vega. Það er seint hægt að klikka á henni enda hverjum þykir ekki hvítlaukur, humar, sveppir og parmesan góð blanda ?

Sterkt hvítlauksbragð með vel söltum parmesan ostinum og sætum humrinum gera töfra saman, þegar sveppum er svo bætt við og fersku oregano þið getið rétt ímyndað ykkur útkomuna.

Einfaldleikinn er í hávegum hafður, en eins og svo oft áður hefur það ekkert með gæði pizzunar að gera, enda er hér um að ræða eðal Gourmet pizzu fyrir sælkera.

Ég skammast mín ekkert að segja frá því að oft þegar ég geri föstudagspizzuna nota ég tilbúið deig. Það einfaldar málið svo gríðarlega.

Hér ákvað ég að nota nýtt deig sem ég fékk í Bónus og er frá Norska merkinu Humlum. Deigið kemur upprúllað svo það þarf ekki að fletja það út, og fæst í þremur gerðum; grófu, fínu og í fjölskyldustærð.

Á pizzuna er ekki notuð nein pizzasósa en í stað hennar nota ég hvítlauksolíu sem ég geri úr mörðum hvítlauk, ólífuolíu og þurrkaðri steinselju. Klassi í gegn get ég sagt ykkur.

Hér mæli ég með að leyfa pizzunni að njóta sín akkurat svona, ekkert vera að setja á hana hvorki meiri hvítlauksolíu né parmesan eftir á, það er nóg af því fyrir.

HUMARPIZZA SEM ÞÚ GLEYMIR SEINT

Þessi pizza er næstum af öðrum heimi svo góð er hún, eða það finnst mér alla vega. Það er seint hægt að… Pizzur Humarpizza sem þú gleymir seint European Prenta
Serves: 3-4 Cooking Time:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

 • Deig frá Humlum að eigin vali, ég hef prófað bæði gróft og fínt í humarpizzuna og bæði var æði
 • 2 geiralausir hvítlaukar eða 6-8 hvítlauksrif marinn
 • 1 dl ólífuolía
 • 1 tsk þurkkuð steinselja
 • 1/2 box sveppir eða um 125 gr c.a
 • 1-1,5 bolli rifinn parmesan sem þið rífið sjálf ekki kaupa þennan í boxunum
 • 1 poki rifinn pizzaost eða rifinn mozzarella ost
 • 400-500 gr humar, ég keypti frosinn í Bónus sem var skelfléttur
 • Ferskt oregano eða ferskt timian í potti (fæst í pakka eins og aðrar kryddjurtir eða í potti) notið helst ferskt
 • salt
 • Roasted garlic pepper (má sleppa en gerir rosa gott, fæst í Bónus)
 • Chili Explotion (má sleppa en fæst í Bónus)

Aðferð

 1. Byrjið á að kveikja á ofninum á 200 C°blástur
 2. Gerið deigið klárt, mér finnst best að taka það úr pakkanum og hvolfa á bökunarplötu með nýjum bökunarpappír á og taka gamla pappann sem fylgdi pakkanum ofan af og henda
 3. Leyfið deiginu að standa á plötunni undir hreinu stykki meðan allt hitt er gert klárt
 4. Setjið svo ólífuolíu, marinn hvítlaukinn og steinselju í skál og leggið til hliðar
 5. Ef þið eruð ekki búin að afþýða humarinn er allt í lagi að setja hann í sigti og láta sjóðandi heitt vatn renna á hann þar til hann er rétt afþýddur, en best er að vera búin að leyfa honum að þiðna í kæli yfir nótt
 6. Takið svo humarinn og setjið hann ofan á eldhúsbréf og þerrið af honum með meira eldhúsbréfi þar til mesti rakinn er farinn úr honum því annars verður pizzan rennandi blaut
 7. Rífið niður parmesan ostinn og skerið sveppina í sneiðar
 8. Stingið nú nokkur göt í botninn og forbakið í 5 mínútur
 9. Penslið svo pizzabotninn vel yfir hann allann með hvítlauksolíunni og leyfið smá mörðum hvítlauknum að fylgja með, en þó ekki of mikið
 10. Dreifið næst rifna pizzaostinum yfir og setjið svo sveppina þar ofan á
 11. Raðið humrinum yfir sveppina og penslið létt yfir aftur með hvítlauksolíunni og kryddið með Roasted garlic pepper og örlítið af salti
 12. Stráið svo að lokum rifna parmesan ostinum yfir allt og toppið með fersku oregano og Chili Explotion
 13. Bakið á 235 C°blæstri í 8-10 mín eða þar til pizzan er orðin fallega gyllt

Verði ykkur að góðu

María 

Endilega gefið mér follow á instagram 

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here