Og pabbarnir líka. Alla vega pabbinn á þessu heimili sem nánast kláraði naggana áður en krakkarnir komust í þá. Naggana er afar fljótlegt og auðvelt að gera.
Flestum krökkum finnst kjúklinganaggar góður matur, en því miður eru þeir ekki það hollasta sem hægt er að gefa þeim.
Það er samt lítið mál að kippa því í liðinn og gera sína útgáfu af nöggum heima, sem er gerð úr bringum, parmesan og panko raspi og svo bakaðir í ofninum.
Krökkunum mínum finnst rosa gott að fá að dífa þeim í pizzasósu en einfaldara getur þetta ekki verið. Þó krökkum finnist naggarnir góðir þá er þetta sannarlega uppskrift fyrir alla fjölskylduna.
Hráefni
- 3 kjúklingabringur
- 3 egg
- 1 bolli fínt rifinn parmesan ostur (rífið sjálf með smáu rifjárni ekki kaupa þennan í dollunni)
- 3/4 bolli Panko brauðrasp (ekki rugla saman við Paxo). Panko er japanskt brauðrasp. Ekki nota annað rasp í staðinn því það kemur ekki eins út
- Hveiti
- salt
- pipar
Aðferð
- Skerið bringurnar í bita á stærð við hefðbundna nagga
- Setjið plastfilmu yfir bitana og lemjið á þá með pönnu eitt högg svo þeir fletjist smá út (ekki of mikið)
- Setjið egg í skál og saltið og piprið ögn
- Setjið hveiti í aðra skál
- Og svo Panko og Parmesan í þriðju skálina (blandið því vel saman)
- Setjið hvern kjúklingabita fyrst í hveiti, svo egg og síðast í parmesan pankoið
- Passið að hrista umframhveiti og umframegg vel af áður en dýft er í pankoið
- Raðið á ofnplötu með bökunarpappír
- Bakist svo á 210-220 C° blæstri í 20 mínútur eða þar til gyllinbrúnir
- Berist fram með pizzasósu epa BBQ sósu til að dýfa í…..namm ómótstæðilega gott.
Verði ykkur að góðu
María