Þessar dásemlega fallegu granóla skálar eru ekki bara góðar heldur líka svo fallegar að maður tímir varla að borða þær.
Þær eru rosa sniðugar við alls kyns tilefni, eins og í mömmuklúbbinn, brönsinn, eða ef koma á ástinni á óvart sem dæmi.
Hægt er að útfæra þessa hugmynd á margan hátt eins og að gera eina stóra köku í kringlótt bökuform eða í mörg lítil og ferkantað mót eins og ég gerði hér.
Ég keypti barna leikfangaform í Ikea og notaðist við þau til að gera litlu kökurnar og einnig ferköntuðu. Svo er bara að skella grískri jógúrt hreinni eða með uppáhaldsbragðinu ykkar ofan í og skreyta með ávöxtum.
Það skemmtilegasta við þetta er að þetta lýtur út fyrir að vera svo mikil vinna en er svo ferlega létt að engin mun fatta það.
Allt í allt tekur þetta kannski um 20 mínútur að gera max hálftíma. Hvað er hægt að biðja um meira ??? Til að útkoman verði sem best er gott að nota gæða granóla sem er í senn hollt og gott.
Hér notaðist ég við Paulúns granóla sem er hollt og næringarríkt en á sama tíma bragðgott. Það inniheldur einungis náttúruleg hráefni í hæsta gæðaflokki, engin aukaefni og engan viðbættan sykur.
Hráefni
- 1 pakki af Paulúns Granóla með heslihnetum og döðlum eða kakó og hindberjum. Fer bara eftir smekk en það fæst m.a í Nettó og Fjarðarkaup
- 6 msk bráðið íslenskt smjör
- 3 msk gott gæðahunang
- 1 tsk gróft salt
Fylling og skraut:
- Ferskir ávextir eins og bláber, jarðaber og vínber eða bara ykkar uppáhald
- Gríska jógúrt hreina eða að eigin vali
- Nokkra 70 % súkkulaðibita
- Val= ætileg blóm eins og fjólur sem dæmi
- Hunang
Aðferð
- Hitið ofninn á 180 C°blástur
- Setjið granólað í matvinnsuvél eða blandara og malið örlítið en ekki alveg að mylsnu
- Bræðið smjör og setjið út í ásamt hunangi og salti
- Maukið saman þar til granólað verður svona límkennt
- Setjið þá í form að eigin vali, þessi skammtur passar t.d í stórt hringlaga form eða 6-8 lítil, og þjappið vel
- Setjið í ofninn í 10 mínútur og leyfið svo að kólna í smá stund (ég setti smá stund í frystir)
- Takið þá botninn eða skálarnar úr forminu og fyllið með grískri jógúrt og skreytið með ávöxtum
- Notið hugmyndaflugið og njótið í botn að skreyta því það er svo skemmtilegt
- Neytið strax því annars kemur raki í botninn og hann verður blautur, ekki láta líða meira en 20 mínútur alla vega
- Gott er að setja smá hunang yfir allt saman þegar þær eru komnar á diskinn til að neyta
Verði ykkur að góðu
María
Endilega fylgið mér á instagram