-Samstarf-
Eðla deluxe, hvað er það gætuð þið spurt en það er lúxusútgáfan af eðlunni frægu sem allir þekkja. Hér er aðeins fleirum hráefnum bætt við svo hún verður meira eins og máltíð en ídýfa.
Þessi er ekki bara góð heldur líka svo falleg og minnir mig helst á ostahaf umkringt eldhafi en nachoið í kring lúkkar eins og bál í kringum eðluna.
Þegar maður er með mexíkóskt í matinn er það algjör skylda að hafa með guacamole og sýrðan rjóma, þá getur ekkert klikkað. Tabasco er svo fyrir þá allra sterkustu sem þola hita.
Hér ákvað ég að nota rjómaost með sweet chili bragði í botninn sem er skemmtileg tilbreyting frá hinum hefðbundna hreina rjómaosti sem maður notar oftast.
Eigum við svo eitthvað að ræða nacho flögurnar frá Maarud, hrikalega góðar með nóg af ostadufti utan um svo hendurnar löðra í kryddi, alveg eins og það á að vera.
Þessa eðlu er hægt að hafa sem kvöldmat, heitan rétt í boði, sem snakk ídýfu með boltanum eða við hvaða tilefni sem er, en hún er matarmikil og inniheldur hakk og baunir.
Mexíkóskur matur er svo litríkur og fallegur að hann kemur manni í gott skap bara við að horfa á hann, og hvað þá borða enda flest allt svo gott sem kemur þaðan.
Ég mæli með að þið leikið ykkur aðeins og notið öðruvísi rjómaost í eðluna en ostarnir frá Philadelfia fást í margskonar bragðtegundum sem hægt væri að nota.
Hráefni
Eðla Deluxe
- 1 askja Philadelfia rjómaostur með sweet chili bragði
- 1 krukka af ykkar uppáhalds salsa eða nacho sósu c.a 300-400 gr er flott
- 500 gr nautahakk
- 1 græn paprika
- 2 tsk olía
- 1/2 dós gular baunir eða c.a 1-1,5 dl
- 1/2 dós nýrnabaunir eða c.a 1-2 dl
- Rifinn mozzarella ostur, cheddar ostur og ferskar mozzarella kúlur (má nota alla þrjá eða bara rifna ostinn, ég notaði alla)
- 1-2 pokar af nacho flögum frá Maarud
- salt og pipar
- 1 tsk þurrkað timian má sleppa
Ofureinfalt Guacamole
- 3-4 lítil avocado í neti eða sem samsvarar því
- 1 ferskur rauður chilipipar fræhreinsaður
- væn klípa af grófu salti og smá svartur pipar
- c.a 10 dropa tabasco sósa
Aðferð
Eðla Deluxe
- Byrjið á að smyrja rjómaostinum í botninn á eldföstu móti
- Hellið næst salsa sósunni yfir allt og dreifið jafnt yfir rjómaostinn
- Skerið paprikuna í bita á stærð við teninga og hitið olíuna á pönnu
- Steikjið paprikuna upp úr olíunni og saltið létt yfir
- Þegar paprikan er orðin glansandi og með smá brúna bletti á húðinni er gott að setja hakkið út á
- Saltið vel og piprið og setjið timina út á
- Skolið baunirnar vel og þegar hakkið er til slökkvið þá undir pönnunni og setjið baunirnar út á
- Hrærið hakkinu og baununum vel saman en varlega
- Hellið hakkbaununum svo út á eldfasta mótið jafnt yfir alla salsa sósuna
- Dreifið svo ostunum þremur vel yfir allt og raðið nacho flögum í kringum
- Hitið svo í ofninum við 200 C°blástur í 20-25 mínútur
- Berið fram með guacamole, sýrðum rjóma og tabasco sósu
Guacamole
- Takið kjötið úr avókadóinu úr með skeið og setjið á brauðbretti
- Skerið chilipiparinn í smátt og fræhreinsið hann
- stappið svo saman með gaffli eða kartöflustappara avókadóinu og chilialdininn
- Saltið og priprið og setjið tabasco yfir
- Færið yfir í skál og hrærið vel saman
Punktar
Endilega kikið á videoið að neðan til að sjá hvernig eðlan fæðist !!
Alltaf klassískt og gott. Hér getið þið fundið uppskrift af eðlu í rúllutertubrauði en eðluna má gera á marga máta og hún klikkar aldrei.
Verði ykkur að góðu
María
2 Athugasemdir
Elskum þennan rétt – næst verð ég að gera stærra fat.
Æ en dásamlegt að heyra <3