Dumle marengs B.O.B.A

höf: maria

-Samstarf-

Hver elskar ekki góða marengstertu ? Marengs tertur er eitthvað sem mér finnst afar einfalt að gera því það er ekki það mikið nostur við þær.

Og svo er lítið mál að setja þær saman og þurfa lítið að vera skreyttar. Það má alveg leka til hliðana kremið og vera smá messí þið fattið.

Fínt fyrir fólk sem hefur ekkert allt of mikla þolinmæði né hæfni til að gera hina fullkomlega útlítandi köku. Svo ég tali nú ekki um hversu góðar marengstertur geta verið.

Þessi bomba eða B.O.B.A er sko engin untantekning á því enda alveg guðdómlega bragðgóð, fersk og sæt í senn, með Dumle nammi sem ég held að nánast allir elski.

Í botnana notaði ég Dumle Snacks sem er svona eins og hraun fyllt með Dumle karamellu og guð hversi gott það er. Einnig setti ég kornflakes sem passar alltaf svo vel finnst mér í marengs.

Í rjómann setti ég svo smátt skorinn jarðaber og toppa svo kökuna með Dumle karamellu kremi. Hljómar þetta ekki dásamlega vel ?

Tertan allavega flaug út á núll einni sem þýðir bara eitt, að hún var svakalega góð, og mæli ég með að þið prófið að henda í eina svona.

Dumle marens B.O.B.A

-Samstarf- Hver elskar ekki góða marengstertu ? Marengs tertur er eitthvað sem mér finnst afar einfalt að gera því það er ekki… Bakstur Dumle marengs B.O.B.A European Prenta
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

Marengsbotnar

 • 6 eggjahvítur 
 • 6 dl sykur eða (530 gr) 
 • 2 tsk lyftiduft
 • 2 tsk vanilludropar
 • 100 gr Kellog's corn flakes (þetta appelsínugula með hananum á kassanum)
 • 2 pakkar eða 200 gr Dumle Snacks smátt skorið

Á milli

 • 750 ml þeyttur rjómi 
 • 150 gr smátt skorin fersk jarðaber

Dumle karamellu krem 

 • 1 poki eða 120 gr Dumle karamellur 
 • 1/2 dl rjómi 
 • 3 eggjarauður 
 • 60 gr flóryskur 

Aðferð

Marengsbotnar

 1. Setjið eggjahvítur og lyftiduft saman í skál og þeytið í hrærivél eða með handþeytara þar til hvíturnar byrja að taka á sig hvítan lit 
 2. Bætið þá sykrinum smátt saman út í meðan þær eru áfram að þeytast 
 3. Setjið vanilludropana svo út í og þeytið áfram þar til þær eru oðrnar alveg stífar og hægt er að hvolfa skálinni án þess að hvíturnar hreyfist
 4. Skerið Dumle snacks niður í 6 bita hvern kubb og hellið svo út í eggjahvíturnar ásamt Corn Flakesinu og hrærið mjög varlega saman við. Best er að gera það með gaffli eða sleikju og nota mjög hægar hreyfingar, bara blanda létt saman. Ekki hræra og hræra þá fellur loftið í eggjahvítunum.
 5. Setjið næst smjörpappír á sitthvora  ofnskúffuna og teiknið hring á pappírinn c.a 24 cm í þvermál 
 6. Setjið svo marensinn á sitthvora skúffuna inn í hringinn og bakið á 170-180 C°blæstri í 25 mínútur. Hægt að setja báða inn í einu.
 7. Best er svo að slökkva á ofninum og opna litla rifu á hurðina og leyfa marengsinum að kólna inn í ofninum, þannig nær hann að þorna og betra er að eiga við hann og setja á hann
 8. Þegar botnarnir hafa kólnað er best að þeyta rjóma og skera jarðaber smátt. Bætið svo jarðaberjunum varlega saman við þeytta rjómann með sleif eða sleiku, mjög varlega 
 9. Setjið svo á milli tveggja marengsbotna og gerið að síðustu kremið ofan á meðan kakan er geymd í kæli 

Dumle karamellu krem 

 1. Setjið karamellur og rjóma saman í pott og bræðið saman við vægann til miðlungshita þar til er orðið silkimjúkt og glansandi 
 2. Takið af hellunni og leggið til hliðar 
 3. Setjið eggjarauður og flórsykur saman í hrærivélarskál og þeytið þar til er orðið létt, loftkennt og ljóst 
 4. Bætið þá bræddu Dumlekaramellunum smáttt saman út í, í mjórri bunu og hafið kveikt á hrærivélinni á meðan 
 5. Leyfið kreminu ögn að kólna og þykkna á borðinu í skálinni 
 6. Hellið svo kreminu varlega yfir miðja kökuna en kremið mun dreifa sér yfir hana alla og eflaust leka smá til hliðana, því er best að setja bara á miðjan toppinn 

 

Verði ykkur að góðu

María

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here