Dásamlegar piparkökur sem auðveldar er að gera með krökkunum

höf: maria

Piparkökur eru alltaf jólalegar, en mikið eru nú uppskriftirnar misjafnar eins og þær eru margar. Eftir að elsta barnið mitt fæddist varð það hefð að baka alltaf piparkökur til að skreyta eða gera úr piparkökuhús.

Yfirleitt gerum við piparkökuhús en stundum bara fígúrukökur sem við málum og skreytum fyrir jólin.

Þetta árið gerðum við fígúrur, kalla og kellingar. Barnanna vegna finnst mér það bara vera skylda að baka piparkökur svo þau geti málað og haft gaman af.

Ég viðurkenni að mér þykja piparkökur ekkert neitt sérstaklega góðar en krakkarnir mínir eru vitlausir í þær enda er held ég ekkert jólegra en ilmurinn af piparkökum og heitu súkkulaði.

Dásamlegar piparkökur sem auðveldar er að gera með krökkunum

Piparkökur eru alltaf jólalegar, en mikið eru nú uppskriftirnar misjafnar eins og þær eru margar. Eftir að elsta barnið mitt fæddist varð… Bakstur Dásamlegar piparkökur sem auðveldar er að gera með krökkunum European Prenta
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

 • 200 gr smjör lint
 • 150 gr sykur
 • 3 msk síróp
 • 2 tsk matarsódi
 • 100 ml súrmjólk
 • 1 msk kanill
 • 2 tsk engifer
 • 2 tsk negull
 • 500 gr hveiti

Aðferð

 1. Smjörið hrært þar til það er orðið lint og ljóst með sykri, sírópi og matarsóda.
 2. Súrmjólk er siðan bætt úti í ásamt kryddinu og allt hrært saman.
 3. Hveitinu er svo blandað við og hnoðað.
 4. Það er gott að kæla þetta deig en ekki nauðsynlegt. Gott er að geyma svo á borði áður en flatt er út ef geymt er í kæli.
 5. Bakað við 180 c°þangað til kökurnar eru orðanar vel brúnar en það tók  allt frá 9-14 mínútum eftir því hversu þykkar kökurnar voru. 

 Góða skemmtun.

María

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd