Dásamlega bragðgóðir pistasíusnúðar

höf: maria

-Samstarf-

Þessir dúnamjúku snúðar eru eitthvað sem þið megið ekki láta fram hjá ykkur fara. Þeir eru stökkir að utan og dúnamjúkir inn í.

Þar sem styttist í jólin ákvað ég að gera snúðakrans úr þeim en þess þarf ekki og má baka þá sem staka snúða.

Ef þið gerið kransinn er þeim raðað klesst saman í hring

Ef þið gerið staka snúða er þeim raðað á bökunarplötu með bili á milli.

Ég hræddist alltaf að gera svona snúna snúða því ég hélt það væri svo mikið mál.

En fann svo út að það er ofsalega lítið mál að gera og bara gaman.

Ég mun útskýra það vel hvernig það er gert en er einnig með myndir sem sýnir nkl hvernig á að gera þá.

Kransakökumarsípanið og Karamel Fudge frá Odense er krúsíalt í þessa uppskrift.

Uppskriftin kemur neðst á síðuna og þar eru einnig myndir sem sýna skref fyrir skref hvernig á að snúa snúðana.

Einnig getið þið farið inn á highlights á Instagram hjá mér undir Pistasíusnúðar og séð þar video af ferlinu.

Dásamlega bragðgóður pistasíusnúða krans

-Samstarf- Þessir dúnamjúku snúðar eru eitthvað sem þið megið ekki láta fram hjá ykkur fara. Þeir eru stökkir að utan og dúnamjúkir… Bakstur Dásamlega bragðgóðir pistasíusnúðar European Prenta
Serves: 12 snúðar Prep Time: Cooking Time:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

Snúðadeig 

  • 2,5 dl Nýmjólk
  • 15 gr pressuger (er alltaf geymt í mjólkur eða eggjakæli í verslunum)
  • 400 gr hveiti
  • 60 gr sykur
  • 1 tsk vanilludropar
  • 1 tsk kardimommudropar
  • ½ tsk fínt borðsalt
  • 80 gr smjör við stofuhita
  • Hærið saman 2 msk af soðnu vatni og 2 msk af sykri til að pennsla á snúðana áður en þeir fara inn í ofn
  • ½ dl  Flórsykur til að dreifa yfir snúða

Pistasíufylling

  • 35 gr pistasíu hnetur án skeljar 
  • 35 gr sykur 
  • 160 gr Odense kransakökumarsípan 
  • 10 gr hlynsíróp 
  • 2 msk ananassafi úr ananas í dós eða má líka nota vatn 
  • klípa af grófu salti

Karamellubráð ofan á 

  • 85 gr pakki af Odense Karamel Fudge (fæst í bökunardeild á sama stað og marsípanið)
  • 3 msk rjómi 

Aðferð

Snúðadeig

  1. Setjið sykur, ger og volga mjólk saman í skál og hrærið, látið standa í 5 mín 
  2. Setjið hveiti og salt í hrærivélarskál og hrærið saman með króknum 
  3. Bætið svo kardimommum og vanilludropum saman við gerið og mjólkina 
  4. Kveikjið á hærivélinni með hnoðaranum á og hellið gerblöndunni út í 
  5. Hnoðið og látið smjörið í þremur skömmtum út á þar til deigið er búið að hringa sig í fallega kúlu um krókinn
  6. Breiðið stykki yfir skálina og látið hefast í 1 klst á volgum stað 

Fylling

  1. Setjið pistasíuhnetur og sykur saman í blandara og malið í smátt en ekki of lengi samt þá verður það að smjöri, best að nota pulse takkann
  2. Hrærið svo út í marsípanið ásamt saltinu, sírópinu og ananassafanum 

Karamellubráð ofan á 

  1. Setjið allann pokann af Karamellu Fudge í pott og rjómann með 
  2. Bræðið saman en hrærið stöðugt í á meðan
  3. Best er að gera bráðina þegar snúðarnir hafa kólnað 

Samsetning

  1. Sjáið skrefin á myndum hér að neðan
  2. Hitið ofninn á 200 C°blástur
  3. Fletjið deigið út í ferning á stærð við bökunarplötu kannski örlítið minni
  4. Smyrjið fyllingunni vel yfir allan ferninginn 
  5. Leggjið svo deigið saman eins og ef þið væruð að loka bók nema langsum
  6. Skerið svo þvert yfir deigið eins og 2 cm lengjur með pizzaskera
  7. Það ættu að nást 10-12 lengjur
  8. Skerið svo hverja lengju næstum í sundur nema leyfið henni að hanga saman efst
  9. Vefjið svo tveimur pörtunum utan um hvorn annan og rúllið upp í snúð sjá mynd
  10. Ef þið viljið gera krans er snúðunum raðað í hring klesst við hvorn annan annars má líka gera bara staka snúða
  11. Penslið næst með sykurvatninu og stingið í ofninn í 12-15 mín passa að baka ekki of dökka bara ljósgyllta
  12. Takið út og leyfið ögn að kólna en gott er að gera karamellubráðina á þessum tímapunkti
  13. Sáldrið flórsykri gegnum sigti á snúðana þegar þeir hafa kólnað og setjið síðast karamellubráðina yfir

Getið einnig séð video hér af aðferðinni inn á Instagram undir pistasíusnúðar.

Verði ykkur að góðu

María

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here