Churros Bollur með sætum vanillurjóma og Dulce de Leche

höf: maria

Þessar skemmtilegu og öðruvísi bollur gerði ég fyrir bollublað Hagkaupa en það er óhætt að segja að hér er um algjöra nýjung að ræða í bolluflóru landsins.

Churros þekkja eflaust einhverjir frá Spáni, en það er vel þekkt sætabrauð þar í landi sem oftast er neytt með heitu súkkulaði í morgunmat eða við hverskyns skemmtanir eins og í tívolí.

En á Spáni má finna Churreria á nánast hverju götuhorni. Churreria er kaffihús eða bar þar sem selt er Churros.

Churros er í raun bara djúpsteikt deig, oftast bara gert úr vatni, hveiti og lyftidufti en það má líka bragðbæta með eggjum, smjöri og fleiru svo það líkist meir vatnsdeigsbolludeigi eins og það gerir hér.

Þið þurfið ekki að láta djúpsteikinguna fæla ykkur frá því hér þarf ekki neitt annað til versksins en djúpa pönnu og töng. Engan djúpsteikingarpott né vesen.

Allir ættu að geta gert þessar bollur en þær eru fylltar með Dulce de Leche sem ég kaupi tilbúið í Hagkaup frá merkinu Stonewall Kitchen.

Milt kanilbragð og sætur vanillurjómi toppa svo allt saman með dýrðlegheitum sínum. Ég get ekki mælt með öðru en að þið prófið að gera þessar því þær eru bara aðeins of góðar.

Þið getið líka fylgst með mér á Instagram en þar eru IGTV sem sýna frá bollubakstrinum sem dæmi. Endilega fylgið mér með því að fara inn hér.

Churros Bollur með sætum vanillurjóma og Dulce de Leche

Þessar skemmtilegu og öðruvísi bollur gerði ég fyrir bollublað Hagkaupa en það er óhætt að segja að hér er um algjöra nýjung… Bakstur Churros Bollur með sætum vanillurjóma og Dulce de Leche European Prenta
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

Churros deig

  • 500 ml vatn
  • 110 gr smjör
  • 2 msk sykur
  • ½  tsk salt
  • 280 gr hveiti
  • 2 stór egg
  • 1 tsk vanilluextract eða vanilludropar
  • 1,5 líter grænmetisolía

Sykur til að velta upp úr:

  • 1/2 bolli sykur
  • 1 msk kanill

Á milli

  • 500 ml rjómi
  • 1 tsk flórsykur
  • 1 tsk vanilla extract eða vanilludropar
  • 1 krukka af Dulce de Leche frá Stonewall Kitchen

Aðferð

  1. Byrjið á að hræra saman sykurinn og kanilinn sem á að fara utan á og setjið á matardisk og leggið til hliðar
  2. Nú byrjum við á sjálfu churrosinu
  3. Vatn, smjör, salt og sykur er sett saman í pott og látið byrja að sjóða, lækkið þá hitann niður í miðlungshita
  4. Bætið svo hveitinu út í pottinn smátt og smátt og hrærið vel í á meðan þar til myndast eins og filma í botninn og deigið er orðin falleg kúla, mjög svipað og þegar maður gerir vatnsdeigsbollur
  5. Færið nú deigið yfir í skál og látið kólna í eins og 5-10 mínútur við opinn glugga
  6. Bætið svo vanillu og eggi við í skálina og byrjið strax að þeyta með handþeytara, þar til deigið er orðið silkimjúkt og vel þjappað saman í kúlu. Passið samt að gera ekki of lengi þá verður churrosið seigt
  7. Setjið deigið í sprautupoka með stjörnustút (best að setja smá af deigi í einu)
  8. Sprautið svo deigi á smjörpappa í hringi og klippið í kringum hvern hring svo hver og einn fái sinn pappa
  9. Hitið nú olíuna á djúpri pönnu og setjið smá deig út á til að vita hvort hún sé heit
  10. Setjið svo aðeins 3 hringi í einu með smjörpappanum á út í olíuna og takið pappan með töng strax af, mjög þægilegt að gera þetta svona svo slettist ekki á mann olía
  11. Steikið þar til churrosið er orðið vel gyllinbrúnt og passið að hafa þá nógu lengi í vel heitri olíu svo þeir verði ekki hráir inní
  12. Setjið þá svo ofan á disk með eldhúspappír á til að taka af alla auka olíu
  13. Að lokum er annari hliðinni af churrosinu, sem snýr út, velt upp úr kanilsykurblöndunni og leyft að kólna
  14. Þeytið svo rjóma með flórsykrinum og vanilludropunum
  15. Setjið svo Dulce de Leche á neðri helming á churros og þeyttan rjóma ofan á og lokið með öðrum helming af churros og látið kanilsykur hliðina snúa út 

Verði ykkur að góðu

María

Til að fylgja mér á Instagram ýtið hér og gerið follow.

Svo finnst mér alltaf gaman að fá sendar myndir frá ykkur þar sem þið taggið mig á Instagram story.

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here