-Samstarf-
Uppskriftin af BBQ Twisternum hefur slegið rækilega í gegn hér á blogginu en hana má nálgast hér. Enda ekki að furða þegar hægt er að gera einn vinsælasta skyndibitann heima.
Því fannst mér nú ekki annað koma til greina en að leika Boxmaster eftir líka enda er hann ekki síðri en twisterinn. Þó uppskriftirnar virðist svipaðar þá eru þær samt ólíkar.
Í stað kornflakes þá nota ég hér parmesan ost og ostanachos til að hjúpa kjúklinginn áður en hann er settur inn í ofn. Hér er ekkert steikt né djúpsteikt.
Auðvitað komu svo engar aðrar vefjur til greina í þetta verkefni en þessar frá Mission Wraps með grillröndinni en að mínu mati eru þær allra bestar.
Hér er lítið vesen á ferðinni og þarf í raun ekkert að útbúa nema kjúklinginn og piparmayóið. Rösti kartöflurnar keypti ég bara frosnar frá Aviko en þær eru mjög góðar og fást á mörgum stöðum í frystikæli.
Mér finnst síðan Heinz mayonesið alltaf henta best í þetta piparmayo en það er silkimjúkt og með alveg rétta bragðið fyrir þessa sósu.
Hráefni
- 1-2 pakkar Mission Wraps vefjur með grillrönd (það eru 6 í pakka)
- Aviko Rösti kartöflur frosnar (reiknið með 2 í hvern Boxmaster)
- 4 kjúklingabringur
- 1 poki Maarud ostanachos
- 60 gr rifinn parmesan ostur
- 3 egg
- 2 tsk timian
- 1/2 tsk fínt borðsalt
- 1 tsk cayenne
- 1/2 bolli hveiti
- 1 box af smátómötum að ykkar vali
- 1 pottur lambahasalat
- Auka nachoflögur með ykkar uppáhalds bragði (osta, chili, salti eða papriku sem dæmi)
- 8 ostasneiðar
Piparmayo:
- 3 dl Heinz majónes
- 1/2 tsk sítrónusafi beint úr ávextinum
- 1 og 1/2 tsk svartur pipar
- 1/2 tsk borðsalt
Aðferð
- Setjið nachos og rifinn parmesan í blandara og maukið þar til orðið alveg að dufti
- Setjið hveiti í eina skál og parmesan nachoið í aðra
- Hrærið eggjunum saman ásamt salti, cayenne pipar og þurrkað Timian í þriðju skálina
- Hitið ofninn á 210-220 C°blástur
- Skerið svo bringurnar þversum í gegn til að gera tvær þunnar bringur úr einni bringu svo úr verði 8 þunnar bringur
- Byrjið á að velta kjúklingnum fyrst upp úr hveiti, svo eggi og að lokum upp úr parmesan nachos
- Raðið bitunum á ofnplötu með bökunarpappa og setjið svo í ofn í 25-30 mínútur
- Bakið Rösti kartöflunar með í jafnlangan tíma á sama hita
- Útbúið grænmetið og piparmayóið á meðan
- Skerið tómatana í litla bita og takið svo kálið í sundur úr pottinum
- Í piparmayóið er öllu hrært saman þ.e majónesi, pipar, salti og sítrónusafa
- Þegar kjúklingurinn er tilbúinn lækkið þá ofninn í 180 C° og takið hann út. Setjið næst vefjur saman með því að smyrja á þær piparmajó, setja kál og tómata, 1 bita af kjúkling, 2 rösti og eina ostasneið ásamt nokkrum flögum af nachoi og enn meira piparmayo.
- Brettið botninn af vefjunni upp og hliðarnar yfir botninn, gott er svo að stinga pinna í þær eins og nælu til að halda þeim saman
- Setjið svo inn í 180 C°heitan ofninn í 4 -5 mínútur
Punktar
Kíkið á Videoið hér að neðan til að sjá hvernig Boxmasterinn verður til !!
Verði ykkur að góðu
María
2 Athugasemdir
Þetta er sjúklega gott 👌
En gaman að heyra takk fyrir það 🙂