Hér er komin ný uppskrift af rice crispies kökunum góðu sem nánast allir landsmenn þekkja. Ég hef mjög oft rice crispies kökur í afmæli barnanna minna og hef ég notað uppskrift sem er búin að fylgja mér frá því ég var barn.
Hér hins vegar ákvað ég að gjörbylta uppskriftinni og notast við Bingo kúlur og Coco pops í staðinn fyrir annað hráefni.
Útkoman var stórksostleg, klístraðar stökkar kökur með lakkrísbragði og súkkulaðikeim. Úff svooo gott !!
Ekki skemmir fyrir að það er afar auðvelt að gera kökurnar en það þarf ekki nema einn pott og sleif til verksins, dásamlegt og alveg eins og það á að vera.
Kökurnar koma á óvart því fólk heldur að um sé að ræða þessar hefðbundnu Rice crispies kökur á gamla mátan því þær líta nákvæmlega eins út. Svo þegar bitið er í kökurnar gerast töfrar og fólk elskar þær, ég lofa.
Hráefni
- 300 gr bingókúlur (2 pokar)
- 200 gr smjör eða Ljóma
- 6 msk bökunarsíróp
- 200-250 gr Coco Pops
Aðferð
- Setjið smjör og bingókúlur í pott og bræðið saman yfir miðlungshita
- Bætið sírópinu út í og hrærið vel saman þar til allt er brætt og silkilmjúkt
- Takið af hellunni og bætið út í Coco pops og hrærið varlega saman
- Setjið svo í falleg muffinsform og setjið í frystir
- Gott að taka úr frysti 15 mínútum áður en á að bera fram
Ég get sko lofað að þið verðið ekki fyrir vonbrigðum með þessa dásemd. Verði ykkur að góðu
María