Þið eruð eflaust búin að átta ykkur á því hversu hrifin ég er af Toro bökunardufinu og vörunum þeirra yfir höfuð. Það kemur mér því ekki á óvart að nú er bökunarduftið að fá í æ fleiri verslunum og ættu því flestir að geta nálgast það.
Ef ég á að lýsa því hvað stendur upp úr með bökunarduftið frá Toro þá er það að mér finnst útkoman alltaf vera eins og ef um alveg heimabakað frá grunni væri að ræða.
Þær eru þvílíkt mjúkar og góðar inn í með stökkri skorpu, alveg eins og brúnkur eiga að vera. Það er ekki þetta gervibragð sem ég finn oft með annað bökunarduft.
Ég veit t.d. um eina sem að smakkaði á þessum brúnkum í boði og hélt að þær væru gerðar úr belgísku súkkulaði, held að það segi allt sem segja þarf. Ég prófaði líka að setja þrist út í þær og fór með á námskeið og það sló í gegn.
Þessar bregðast ekki, ég get alveg lofað ykkur því, og ein sem ég var með á námskeiði sagðist aldrei hafa fundist Brownies góðar en þessar væru geggjaðar.
Bökunarduftin frá Toro fást nú í Hagkaup, Fjarðarkaupum, Nettó, Melabúðinni og Iceland
Hráefni
- 1 pakka Toro Brownie mix
- 1 dl vatn
- 100 gr bráðið smjör/smjörlíki
- 1 egg
Valfrjálst: 2 stórir þristar
Aðferð
- Setjið duftið í skál
- Setjið næst brætt smjör/smjörlíkið út í
- Best er að bæta köldu vatninu hér við
- Setjið svo egginn að lokum svo þau soðni ekki í heitu smjörinu
- Setjið í smurt bökunarform annað hvort kringlótt eða ferkantað
- Ef ið setjið þrista með þá eru þeir skornir niður í stóra kubba og stungið ofan í deigið
- Bakið í 30-35 mínútur við 165-175 C°hita á blæstri (fer eftir ofnum)
Verði ykkur að góðu
María