Aglio E Olio, ofurauðvelt spagettí með olíu og hvítlauk

höf: maria

-Samstarf-

Hlutirnir þurfa oft ekki að vera flóknir þó þeir séu góðir.

Hér erum við með afar klassíska ítalska uppskrift sem er mikið notuð þar í landi.

Aglio E Olio þýðir í raun bara spagettí með hvítlauk og olíu, og það er akkurat það sem þessi réttur er.

Það eru örfá innihaldsefni í honum og tekur ekki nema um 15 mínútur að gera hann.

Ég hvet ykkur til að prófa ef þið eruð miklir hvítlauksaðdáendur.

Mér finnst gott að toppa spagettíið með Parmesan og bera fram með heitu baguette brauði og fersku salati. Aglio E Olio er líka dásamlega gott bara eitt og sér.

Hér notaði ég De Cecco pasta sem er mitt uppáhald í þurrkuðu pasta, en það er alveg hágæða að mínu mati.

Aglio E Olio

-Samstarf- Hlutirnir þurfa oft ekki að vera flóknir þó þeir séu góðir. Hér erum við með afar klassíska ítalska uppskrift sem er… Aðalréttir Aglio E Olio, ofurauðvelt spagettí með olíu og hvítlauk European Prenta
Serves: 4-6 Prep Time: Cooking Time:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

  • 1 pakki eða 500 gr De cecco spagettí 
  • 1 dl extra virgin ólífuolía, ég notaði Filippo Berio 
  • 3-4 hvítlauksrif, ég notaði 4 stk 
  • 1/2 tsk fínt borðsalt (til að nota í olíuna, en það þarf síðan meira til að salta spagettívatnið)
  • 1 tsk þurrkuð steinselja 

Aðferð

  1. Setjið eins og 4-6 l af vatni í pott og saltið það vel að það líkist sjóvatni 
  2. Setjið svo spagettíið út í pottinn þegar vatnið byrjar að sjóða og sjóðið í 10 mín al dente eða 12 mín ef þið viljið það alveg mjúkt 
  3. Á meðan er olían gerð með því að merja hvítlauksrifinn og setja þau saman við olíuna í lítinn pott 
  4. Setjið 1/2 tsk af fínu borðsalti út í og þurrkaða steinselju 
  5. Hitið yfir meðalhita í eins og 5 mínútur eða þar til hvítlaukurinn er fallega gylltur, hann má alls ekki brenna eða dökkna mikið 
  6. Þegar pastað er til hellið þá af því vatninu og setjið í skál, hellið svo heitri olíunni yfir og hrærið vel saman 
  7. Gott er að nota parmesan ost til að raspa ofan á eða jafnvel chiliflögur. Mér finnst gott að bera hann fram með heitu baguette og jafnvel fersku salati

Buon appetito

María

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here