Einfaldur og rosa góður hvítlaukskjúklingur

höf: maria

Pollo al ajillo eða kjúklingur í hvítlauk er mjög þekktur kjúklingaréttur á Spáni. Mér finnst hann alveg svakalega góður.

Ekki skemmir fyrir að hann er líka mjög einfaldur að elda og það þarf ekki óteljandi hráefni í hann, svo hann er líka vænn við budduna.

Ég mæli svo með því að þið prufið að gera þennan rétt. Hvort sem er hversdags eða spari, en bæði gengur upp. Hann er svoldið eins og góð flík sem hægt er að klæðast hversdags eða klæða sig upp við spari.

Framsetningin er það eina sem þarf að gæla meira við ef þið ætlið að hafa hann aðeins meira fancy, og þá mæli ég með að nota litla berjatómata og steinselju eins og ég gerði við hann hér. Flóknara en það þarf það ekki að vera.

Þið sem eruð að huga að línunum…ykkur er líka vel óhætt að gæða ykkur á þessum rétt, enda er hann gerður úr mögru og góðu próteini og hollri fitu. Svo það er kannski óhætt að segja að þessi sé the whole package ef svo má að orði komast.

Ég mæli með því að hafa með honum spænskt salat upppskrift fyrir neðan. Svo er ekki verra að hafa gott snittubrauð með úr bakaríi eða sem þið bakið sjálf ,til að dýfa út í þessa geggjuðu hvítlaukssósu sem kemur af kjúllanum.

Einfaldur og rosa góður hvítlaukskjúklingur

Pollo al ajillo eða kjúklingur í hvítlauk er mjög þekktur kjúklingaréttur á Spáni. Mér finnst hann alveg svakalega góður. Ekki skemmir fyrir… Aðalréttir Einfaldur og rosa góður hvítlaukskjúklingur European Prenta
Serves: 4-6
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

  • 1 bakki af kjúklingabringum eða 1 bakka af úrbeinuðum kjúklingalærum eða 1/2 bakki bringur og 1/2 bakki úrbeinuð læri ( c.a 800 gr-1000 gr alls)
  • 2 msk hveiti
  • 2 dl ólífuolía 
  • 2 hvítlaukar eða 24 hvítlauksrif c.a.
  • 1-2 dl hvítvín (má setja aðeins meira ef vill) Ég nota oft bara áfengislaust úr matvöruverslun en einnig má nota pilsner eða bjór)
  • 1 ½ -2 kjúklingasoðsteningar (ekki leysa upp í vatni)
  • Salt og pipar
  • 1 tsk steinselja þurkkuð 
  • 1 stór bökunarkartafla 
  • Valfrjálst = Það er mjög gott að setja í mortel eða blandara eins og 2 msk hvítvínsvínegar, innan úr eins og 10 cm bita af snittubrauði, 1 msk sykur og 2 hvítlauksrif.  Merja þetta allt saman til að setja út í réttinn þegar hann er hálfnaður að sjóða, rétturinn verður enn betri með þessu 

Í salatið þarf

  • 1 haus af Romaine salati (fæst í Costco) eða 1 Iceberg haus
  • 2-3 Bufftómatar
  • ½ -1 laukur
  • 1 bolli grænar ólífur
  • Hvítvínsvínegar
  • Ólifuoilía vel græn extra virgin
  • salt

Aðferð

  1. Byrjið á að afklæða hvítlaukinn.
  2. Takið svo spaða eða sleif og setjið ofan á hvítlauksrifinn og berjið einu sinni á með hlið handarinnar og krepptum hnefa svo hann opnist aðeins.
  3. Skerið næst kjúklinginn í stóra gúllasbita eða langa bita.
  4. Hitið olíuna á pönnu þar til hún er orðin heit og lækkið svo hitan niður í miðlungs til lágan hita og setjið öll hvítlauksrifin út á.
  5. Passið að þau verði ekki brún, þau eiga bara að soðna í olíunni þar til hún lyktar dásamlega af hvítlauk.
  6. Takið þá hvítlauksrifin af pönnuni og setjið til hliðar
  7. Takið pönnuna aðeins af helluni meðan þið veltið kjúklingnum upp úr hveiti. Best er að setja hveiti í poka og kjúklingin út í og hrista vel.
  8. Skrælið kartöfluna og skerið hana niður í litla teninga 
  9. Hitið nú aftur olíuna sem er á pönnuni og setjið kjúklingin og kartöflurnar út í og saltið vel yfir .
  10. Steikið kjúklinginn þar til hann er orðin gylltur, hann á ekki að vera alveg steiktur í gegn bara búin að taka á sig gylltan lit og kartöflurnar líka
  11. Næst er svo hvítvíni, hvítlauskgeirunum sem þið tókuð til hliðar og soðteningunum bætt út á og saltað smá og piprað vel með svörtum pipar og steinselju dreift út á
  12. Nú er réttinum leyft að sjóða undir pottloki í 10-15 mínútur
  13. Takið lokið nú af og hrærið aðeins í. Ef þið ákváðuð að nota mortel blönduna þá er hún sett út í á þessu stigi og hrært vek saman við.
  14. Látið sjóða í 15-20  mínútur í viðbót án loks og sem mest afskiptalaus (ekki hræra nema kannski einu sinni í)

Salatið:

  1. Takið blöðin í heilu lagi af stilkunum og brjótið svo hvert blað í tvennt til þrennt og raðið á disk eða fat
  2. Skerið tómatana í sneiðar og raðið yfir salatið
  3. Skerið laukinn í hringi og raðið á milli tómatana
  4. Dreifið svo ólífunum yfir.
  5. Þegar á að borða salatið er ólífuolíu dreitlað yfir og vínegar í aðeins minna magni eftir smekk og að lokum saltað yfir. Á spáni er alltaf diskurinn eða fatið með salatinu haft á miðju borði og allir stinga sínum gaffli í og fá sér. Það myndar skemmtilega stemningu við borðið.
  6. Ef ykkur langar að baka ykkar eigið snittubrauð með þá er uppskrift af því hér 
  7. Og ef ykkur langar að gera ommelettuna á myndinni sem fer rosa vel með líka þá er uppksrift af henni hér 

Punktar

Berið þennan rétt fram með stökku Baguette brauði en það er algjör skylda að dýfa brauðinu út í sósuna sem kemur af kjúllanum.

Verði ykkur að góðu

María 

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here