Geggjaður hreindýraborgari

höf: maria

-Ekki samstarf-

Um daginn gerði ég svo dásamlegar hreindýrabollur úr hreindýrahakkinu frá Rúnu vinkonu sem ég er enn að hugsa um.

Uppskriftina af þeim finnið þið hér. Ég var svo heppin að eiga hinn helminginn eftir af hreindýrahakkinu og ákvað að nota það í borgara.

Ég get sko sagt ykkur það að þeir voru hreint út sagt geggjaðir. Stökkir og mjúkir í senn, bragðmiklir og með sætu meðlæti sem passaði 100 % saman.

Ég blandaði örlitlu grísahakki með til að fá fituna en hreindýrahakk er mjög fitusnautt og á það til að verða þurrt.

Einnig blandaði ég Lu kexi, osti og kryddum saman við til að fá gott og djúpt bragð af borgurunum, ég sver en þessir eru enn betri en nautaborgarar.

Ég hafði þá þykka eða 120 gr hvern og náðust heilir 9 borgarar úr þessari uppskrift, en það er sniðugt að frysta helmingin ef þið viljið eiga seinna.

Á borgarana setti ég svo villisveppakryddost, sultaðan rauðlauk í balasmikedik, smjörsteikta sveppi, kál, súrsaðar gúrkur og majones með garlic og caramelised onion !!!!

Sjúklega gott og allt bara keypt í krukku út í búð nema steikja þarf sveppina.

Ég get lofað ykkur því að þessi mun sko ekki bregðast ykkur, og eins og með allt annað sem ég geri þá er afar einfalt að gera þessa borgara.

Geggjaður hreindýraborgari

-Ekki samstarf- Um daginn gerði ég svo dásamlegar hreindýrabollur úr hreindýrahakkinu frá Rúnu vinkonu sem ég er enn að hugsa um. Uppskriftina… Matur Geggjaður hreindýraborgari European Prenta
Serves: 9 stk borgarar Prep Time: Cooking Time:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

Borgarar 

  • 600 gr hreindýrahakk 
  • 250 gr grísahakk 
  • 100 gr Lu kex með salti og pipar 
  • 100 gr piparostur rifinn (þessi sem fæst rifinn í boxi) 
  • 2 msk villikraftur í duftformi (ég notaði Vildt Bouillon frá Oscar sem fæst í Bónus og víðar en má nota hvaða merki sem er)
  • 1 msk villjurtir (ég notaði frá Pottagöldrum)
  • 2 eggjarauður 

Meðlæti og annað 

  • Hamborgarabrauð 
  • Nokkrar sneiðar af villisveppakryddosti 
  • Sultaður rauðlaukur í balsamikedik (fékk minn í Hagkaup)
  • Súrsaðar gúrkur 
  • Lambhagakál 
  • klettasalat 
  • 250 gr sveppir (skera í þunnar sneiðar, smjörsteikja og salta) 
  • Majónes með garlic og caramelised onion eða hvítlaukssósa að eigin vali 

Aðferð

Borgarar 

  1. Byrjið á að setja hakkið saman í stóra skál 
  2. Næst setti ég svo Lu kex og rifna piparostinn saman í blender og malaði þar til varð að fínu dufti (klístrast smá saman en myljið það svo í sundur milli fingrana ofan í skálina með hakkinu)
  3. Setjið næst kraftinn og kryddjurtirnar saman við hakkið og að lokum eggjarauðurnar
  4. Hnoðið vel saman en bara þannig allt sé blandað saman, ef hnoðað er allt of mikið geta borgararnir orðnir seigir
  5. Skitpið svo í 9 jafnar kúlur c.a 117-120 gr hver og mótið borgara með hamborgarapressu eða milli lófana, ef þið gerið með lófunum passið þá að hafa smá dæld í miðjunni svo hann steikist jafnt í gegn 
  6. Kælið í eins og 30 mín eða lengur áður en á að steikja þá
  7. Steikið borgarana vel í gegn, ég hafði mína dökka og vel steikta þannnig urðu þeir kríspý. Setjið svo sneiðar af villisveppaosti ofan á hvern borgara þar til hann er bráðin en ekki krydda borgarana neitt !!! Allt bragð er komið í hakkið

Samsetning 

  1. Takið hamborgarabrauð í sundur og setjið sósuna á botninn, kálið svo ofan á, súrsaðar gúrkur og rauðlauk þar ofan á 
  2. Kjötið kemur svo ofan á allt heila klabbið og sveppirnir efst og loka svo með efra brauði og njóta !!! 

Verði ykkur að góðu

María

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here