Mjúkir kanilsnúðar í hollari kantinum með Tonka kremi

höf: maria

-Samstarf-

Hvað er betra en dúnmjúkur nýbakaður kanilsnúður rjúkandi heitur beint úr ofninum ? Jú rjúkandi hollur heitur kanilsnúður.

Hér er einmitt ein slík uppskrift. Þó þeir séu hollari þýðir það ekki að þeir séu eitthvað verri. Hér er notast við lífrænt ræktað hráefni frá Rapunzel sem eru bestir í lífrænt ræktuðum vörum að mínu mati.

Snúðarnir eru léttir og loftkenndir og fylltir með dásamlegu lífrænt ræktuðu kókóshnetu og möndlusmjöri, blandað saman við kanil.

Toppaðir með dásamlegu lífrænt ræktuðu Rapunzel tonkasmjöri sem minnir mest á hvítt Nutella, ef ég get líkt því við eitthvað.

Útkoman er hreint út sagt holl og ó svo góð. Einnig notaðist ég við Rapadura hrásykurinn sem ég hef notað ansi mikið af í gegnum tíðana meðal annars í þessari uppskrift hér.

Rapadura hrásykurinn hefur djúpt karamellukennt bragð og er það sætur að maður þarf að nota minna af honum. Svo er það sem mér finnst allra best, valmúga fræin eins og er oft notað í ostaslaufur.

Ég mæli með að bera snúðana fram sjóðheita og setja kremið strax á þá. Afgang má svo hita upp í örbylgju á 20-30 sekúndur og þá verða þeir sem nýjir.

Best er að baka þá í góðu eldföstu móti og hafa ögn bil á milli þeirra þegar þeim er raðað í mótið því þeir hefast enn meir í ofni og blása út.

Í snúðana nota ég pressuger en það er yfirleitt að finna í kælinum í verslunum. Ég fæ mitt oftast í Hagkaup og Fjarðarkaup. Mér finnst eitthvað svo skemmtilegt að vinna með pressuger versus þurrger.

Snúðana er frekar einfalt að gera, það eina sem krefst þolinmæði er að bíða eftir 1 klst hefun en það er t.d bara hægt að gera eitthvað skemmtilegt á meðan. Restin er afar auðveld.

Ég elska þegar matur er fallegur eins og þessir snúðar eru svo sannarlega og gat ég því ekki hætt að taka myndir af þeim. Ég ætla að leyfa þeim að fljóta hér með en neðar á síðunni finnið þið uppsriftina.

Mjúkir kanilsnúðar í hollari kantinum með Tonka kremi

-Samstarf- Hvað er betra en dúnmjúkur nýbakaður kanilsnúður rjúkandi heitur beint úr ofninum ? Jú rjúkandi hollur heitur kanilsnúður. Hér er einmitt… Bakstur Mjúkir kanilsnúðar í hollari kantinum með Tonka kremi European Prenta
Serves: 12 Prep Time: Cooking Time:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

Snúðar

  • 400 gr lífrænt ræktað hveiti helst 
  • 25 gr pressuger (fæst í kælinum í Fjarðarkaup og Hagkaup)
  • 1 tsk vanilludropar eða vanilluduft 
  • 125 ml volg haframjólk 
  • 1/2 dl olía 
  • 40 gr Rapadura sykur frá Rapunzel 
  • 2 egg 
  • 1 tsk salt 

Fylling 

  • 250 gr eða ein krukka Coconut Almond butter frá Rapunzel 
  • 60 gr Rapadura sykur frá Rapunzel 
  • 2 msk kanill 
  • 2 msk valmúgafræ frá Rapunzel 

Krem ofan á 

  • 1 krukka eða 250 gr Mandel Tonka Creme frá Rapunzel 

Aðferð

Snúðar 

  1. Setjið hveiti og salt í hrærivélarskál 
  2. Setjið svo pressuger, volga mjólkina og sykurinn í aðra skál sem er minni og hrærið vel saman. Látið standa í 5 mín
  3. Bætið vanillu, eggjum og olíu saman við gerið og hrærið allt vel saman 
  4. Hellið svo gerblöndunni út í hveitið og látið hnoðast vel saman, ef deigið er blautt bætið þá ögn við af hveiti, bara örlítið í einu smátt og smátt þar til deigið hringar sig um kúluna og klessist ekki á höndunum 
  5. Breiðið þá stykki yfir hrærivélarskálina og látið hefast í 1 klst, best í gluggakistu yfir miðstöðvarofni

Fylling 

  1. Takið möndlusmjörið, sykurinn og kanilinn og hrærið vel saman í skál 
  2. Geymið valmúgafræin til hliðar 

Samsetning 

  1. Nú er gott að byrja á að hita ofninn á 180 C°blástur 
  2. Fletjið svo deigið út í þykkan ferning á stærð við A4 blað kannski ögn stærra 
  3. Smyrjið næst fyllingunni á deigið og sáldrið 1,5 msk af valmúgafræum yfir 
  4. Rúllið nú deiginu upp í pulsu og skerið snúða sem eru c.a 8-10 cm þykkir og raðið í gott mót með smá bili á milli. Það eiga að nást c.a 10-12 snúðar úr deiginu 
  5. Sáldrið restinni af valmúgafræunum yfir og stingið í ofninn í 20 mín 
  6. Takið svo úr ofninum og smyrjið allri krukkunni af tonka kreminu vel yfir allt saman og þekið snúðana vel með því 
  7. Berist fram heitt og með kaldri mjólk eða góðu kaffi 

Punktar

Best er að baka snúðana í góðu eldföstu móti og hafa ögn bil á milli þeirra þegar þeim er raðað í mótið því þeir hefast enn meir í ofni og blása út. Ég mæli með að bera snúðana fram sjóðheita og setja kremið strax á þá. Afgang má svo hita upp í örbylgju á 20-30 sekúndur og þá verða þeir sem nýjir. Pressuger er notað í snúðana en það er yfirleitt að finna í kæli verslana

Verði ykkur að góðu

María

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here