–Samstarf-
Bocadillo con lomo er eitthvað sem þú mátt ekki missa af að smakka. Bocadillo þýðir samloka á spænsku en Spánverjar mega eiga það að þeir gera bestu samlokur sem ég veit um.
Mín uppáhalds bocadillo (lesist bokadíjo) eru bocadillo con jamon y tomate sem er með hráskinku, smurt með tómati og ólífuolíu og salti. Getið séð eitt afbrigði af þannig hér.
Og það sem er í allra mesta uppáhaldi hjá okkur mæðgum er svo bocadillo con lomo eða samloka með grísalund. Ég sver að þið trúið ekki hversu gott þetta er fyrr en þið prófið sjálf.
Þegar gert er bocadillo skiptir brauðið ekki minna máli en áleggið til að útkoman verði sem best. Þegar ég sá nýju súrdeigsrúnstykkin frá Hatting var það fyrsta sem mér datt í hug að nota það í bocadillo con lomo.
Þegar fólkið mitt segir umm namm oftar en 2x í röð veit ég að það er extra gott, en ég heyrði umm namm ansi oft þegar ég bar þetta fram, enda var þetta aðeins of gott.
Brakandi súrdeigsrúnsykki nýkomið úr ofninum, með mjúkri lundinni og steiktri grænni papriku á spænska mátann getur ekki klikkað.
Ég ákvað að prófa að gera með mayonesi og je minn lengi getur gott orðið betra. Hér megið þið engu breyta, gerið þetta alveg eins og ég segi og þið verðið ekki fyrir vonbrigðum.
Hráefni
- 1 pakki Hatting Handværk súrdeigs rúnstykki (fást í frystinum í Bónus)
- 2 grænar paprikur (ekki annan lit)
- 500-600 gr grísalundir
- 40 gr smjör
- 4 msk ólífuolía
- salt
- svartur pipar grófur
- mayones helst erlent miklu betra þannig
- 1 stór bufftómatur eldrauður eða 2-3 minni tómatar vel þroksaðir
Aðferð
- Byrjið á að hita brauðið eftir leiðbeiningum
- Skerið hverja papriku í 4 parta þ.e hliðarnar af í heilu lagi
- skerið lundina í þunnar sneiðar eða eins og 1-1,5 cm þykkar
- Hitið næst 3 msk olíu á einni pönnu og svo 40 gr smjör og 1 msk olíu á annari pönnu
- Setjið paprikurnar út á pönnuna með olíunni og saltið vel með fínu borðsalti
- Setjið lundirnar svo á hina pönnuna og saltið vel og piprið vel líka
- Leyfið paprikunum að verða mjúkum með því að steikja þær fyrst við háan hita þar til skinnið er komið með brúna bletti. Setjið þá lok yfir og lækkið svo þær soðni smá og mýkist í olíunni
- Skerið næst rúnstykki í tvennt og smyrjið mayonesi á bæði efra og neðra brauð
- Setjið svo tómat ofan á mayonesið og næst kjöt ofan á það
- Paprikan kemur svo ofan á kjötið og efra lag brauðsins sett ofan á. Leyfið smá olíu af paprikunni að fara með á samlokuna.
Punktar
Ekki breyta neinu og alls ekki sleppa grænu paprikunni en hún gerir algjört undur fyrir bocadillo með lomo. Mér finnst best að nota mayones frá erlendu merki því það gerir samlokuna líkari þeim sem maður fær á Spáni. Ég get lofað að þetta mun hitta í mark enda með endæmum gott. Súrdeigsrúnstykkin voru alveg fullkomin í þessa samloku og mæli ég með að þið notist við það.
Verði ykkur að góðu
María
2 Athugasemdir
Þetta lítur vel út. Er þetta borið fram heitt?
Kv. Elín
já en það má líka bera þetta fram staðið en kannski ekki úr ísskáp 🙂