Súpan sem ég gerði fyrir Hátíðarblað Morgunblaðsins er mætt hér á bloggið í öllu sínu veldi.
Ég held það sé óhætt að segja að heimilismenn hafi alveg kolfallið fyrir henni en ég veit ekki hversu mikið henni var hrósað.
Meira að segja matvandasta barnið elskaði hana og gat ekki hætt að hugsa um súpuna nokkrum dögum seinna.
Það sem toppaði súpuna var að setja nokkra dropa af truffluolíu út á og hafa hana með nýbökuðu brauði og þeyttu öskusmjöri.
Uppskrift af því finnið þið hér.
Hráefni
- 50 gr smjör
- 1 dl hveiti
- 1 tsk borðsalt
- Svartur pipar
- 3x sveppasoðsteningar
- 7 dl nýmjólk
- 6 dl volgt vatn
- 2,5 dl rjómi
- 2 msk púðursykur
- 1 tsk villijurtir frá Pottagöldrum
- 2 msk koníaksgel frá Chef Louis (fæst í Hagkaup)
- 1 askja af ferskum blönduðum villisveppum
- 1 box af blönduðum þurrkuðum villisveppum frá Borde
- 1 geiralaus marinn hvítlaukur
- 35 gr smjör til steikingar á sveppum
- ½ tsk borðsalt til að salta sveppina
- Sósulitur nokkrir dropar
- Tartuffo Bianco truffluolía frá Elle Esse (myndi ekki sleppa setti punktinn yfir i-ið og fæst í Hagkaup)
Aðferð
- Vinnið þurrkuðu sveppina eftir leiðbeiningum á boxi og skerið smátt niður ásamt fersku sveppunum
- Bræðið 35 gr smjör á pönnu og merjið 1 geiralausan hvítlauk
- Steikjið bæði þurrkaða og ferska sveppina upp úr smjörinu og saltið með ½ tsk af borðsalti. Steikið þar til þeir eru orðnir vel brúnir og setjið þá marða hvítaukinn út á og slökkvið undir pönnuni. Hafið áfram á heitri hellunni og hrærið vel saman og leggið hliðar
- Bræðið 50 gr smjör í potti og setjið hveitið út á og hrærið vel í þar til verður að smjörbollu, hrærið í eins og 1 mínútu áður en volgu vatninu er hellt smátt og smátt út á
- Hrærið vel í á meðan er að þykkna í glansandi silkimjúkan jafning
- Bætið næst púðursykri, sveppateningum, 1 tsk borðsalti, pipar, villijurtum og koníakgelinu út á og hrærið öllu vel saman þar til teningar eru full leystir upp
- Setjið næst mjólk og rjóma út á og hrærið vel þar til suða er komin upp og farið að þykkna ögn
- Setjið smá sósulit út í þannig súpan verði fallega ljósbrún
- Setjið svo alla sveppi út í súpuna og hrærið vel þar til suða kemur upp og lækkið þá undir
- Leyfið súpunni að sjóða í lágmark 30 mínútur eða lengur
- Smakkið til og saltið og piprið ef þarf
- Berið fram með nýbakaða brauðinu og öskusaltinu
- Þegar súpan er komin í skál setjið þá nokkra dropa af Truffluolíu yfir og njótið
Verði ykkur að góðu
María