Vaffla með stökkum kjúkling BBQ sósu og avókadó-hvítlaukssósu

höf: maria

-Samstarf-

Það er komin nýr réttur á kaffihús Ikea sem ég smakkaði um daginn og féll algjörlega fyrir.

Vaffla með stökkum kjúkling BBQ sósu og avókadó-hvítlaukssósu, og guð minn hvað mér fannst það gott.

Ég ákvað að reyna að gera svona heimatilbúna útgáfu af þessum rétt og held mér hafi tekist bara ansi vel til.

Okkur heimilisfólkinu fannst þetta afar gott og það er gaman að gera réttinn saman sem fjölskylda.

Þetta er alls ekki flókið en hér geri ég allt frá grunni, vöfflurnar, avókadó sósuna og kjúllann, en mér finnst voða gott að eiga kjúkling í frystir frá Rose poultry.

Ykkur gæti fundist eins og þetta sé mikið maus en það er það alls ekki. Það fyrsta sem ég byrja á að gera er að gera vöffludeigið.

Vöfflurnar innihalda ger og þess vegna byrja ég á þeim, svo deigið hefist meðan kjúklingurinn er í ofninum en það er akkurat fullkominn tími til þess.

Best er að gera réttinn í þessari röð; vöffludeig, kjúklinginn, sósuna meðan kjúllinn er í ofninum og baka svo vöfflurnar þegar kjúklingurinn er kominn úr ofninum.

Ég mæli með að þú prófir þennan öðruvísi og spennandi góða rétt en ég held að þú verðir ekki fyrir vonbrigðum með hann.

Vaffla með stökkum kjúkling BBQ sósu og avókadó-hvítlaukssósu

-Samstarf- Það er komin nýr réttur á kaffihús Ikea sem ég smakkaði um daginn og féll algjörlega fyrir. Vaffla með stökkum kjúkling… Matur Vaffla með stökkum kjúkling BBQ sósu og avókadó-hvítlaukssósu European Prenta
Serves: 4-6 Prep Time: Cooking Time:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

Vöffludeig 

  • 250 gr hveiti
  • 50 gr grófur hrásykur frá Dan sukker (mikilvægt að nota þennan til að gera þær stökkar) 
  • 150 gr mjúkt smjör 
  • 6 gr ferskt pressuger eða 12 gr þurrger 
  • 1 egg 
  • 1/2 tsk fínt borðsalt 
  • 210 gr léttmjólk 
  • Meiri hrásykur frá Dan sukker til að sáldra yfir deigið í járninu (útskýri seinna) 

Kjúklingurinn

  • 700 gr úrbeinuð kjúklingalæri frá Rose Poultry 
  • 2 egg 
  • 170 gr osta nacho snakk 
  • 100 gr panko rasp (ath ekki paxo, en Panko fæst oftast hjá Kínamatnum) 
  • 1-2 dl hveiti 
Ath ef þið eigið ekki þessi krydd þá má líka bara nota gott kjúklingakydd í staðinn, en nota þá eins og 1 msk af því út í egginn
  • 1 tsk sykur 
  • 1 tsk fínt borðsalt 
  • 1 tsk paprikuduft 
  • 1 tsk chilliduft 
  • 1 tsk svartur pipar 
  • 1 tsk laukduft (onion powder) 
  • 1 tsk hvítlauksduft (garlic powder, passa þetta er ekki hvítlaukssalt) 
  • 1 tsk kóríanderduft 

avókadó-hvítlaukssósa

  • 1 dl majónes en ég nota alltaf frá Heinz í svona sósur en það er bara laaaanbest og svo silkimjúkt 
  • 1 stk þroskað avókadó eða um 120 gr 
  • 2-3 marinn hvítlauksrif 
  • 1 msk nýkreystur sítrónusafi 
Svo þarf BBQ sósu líka með réttinum en ég hvet ykkur til að hafa Heinz sweet BBQ sticky and smooth sósuna en hún er algjörlega fullkomin með þessu og allra besta BBQ sósa sem ég hef smakkað ! 

Aðferð

Vöffludeig 

  1. Byrjið á að gera vöffludeigið fyrst af öllu 
  2. Setjið öll þurrefni saman í skál og hrærið með skeið eða sleif (ef þið notið þurrger þá setjið þið það með hér líka) 
  3. Bætið næst við mjólkinni og egginu og ef þið notið pressuger er það sett út í á þessu stigi 
  4. Hrærið öllu vel saman með sleif og setjið svo mjúkt smjörið út í og hrærið þar til það er komið vel inn í deigið, en deigið er ekki eins og hefðbundið fljótandi vöffludeig heldur meira eins og þunnt brauðdeig og þannig á það að vera
  5. Breiðið stykki yfir skálina og setjið á volgan stað og leyfið deiginu að hefast meðan kjúklingur og sósan er útbúið 

Kjúklingurinn 

  1. Setjið hveiti á einn disk og egg á annan disk
  2. setjið öll kryddinn útí egginn og pískrið vel saman 
  3. Setjið svo panko rasp og nachos í blandara og myljið þar til það er orðin eins og fínn raspur og setjið á þriðja diskinn 
  4. Veltið svo lærunum einu í einu upp úr hveitinu fyrst, svo egginu og svo nachoblöndunni síðast og setjið á ofnplötu með smjörpappa á 
  5. Eldið í ofni á 200 °C hita með blástri eða 210 °C án blásturs í 30-35 mínútur og gerið hvítlaukssósuna á meðan 

avókadó-hvítlaukssósu

  1. Takið avókadó úr hýðinu og setjið í blandara ásamt majónesinu, mörðum hvítlauksrifum og sítrónusafanum og blandið þar til er orðin silkimjúk og kekkjalaus og geggjað góð sósa sem er fallega fölgræn 

Samsetning 

  1. Þegar lærin koma úr ofninum er gott að vera búin að hita belgískt vöfflujárn og gera reddý til að baka vöfflurnar 
  2. Bakið nú vöfflurnar en þegar ég er búin að setja deigið á járnið, og áður en ég loka því, þá strái ég ögn af grófa Dan sukker hrásykrinum yfir svo þær verði stökkar. Ekki of mikið bara eins og ef þið væruð að strá smá salti yfir og passið að baka deigið þar til það er orðið alveg tilbúið og frekar dökkt 
  3. Setjið svo eitt læri ofan á vöfflu og svo BBQ sósu og avókadó-hvítlaukssósu yfir og njótið !! 

Verði ykkur að góðu

María

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here