Þessi uppskrift er bæði fáranlega auðveld og fljótgerð og svo brjálæðislega góð. Ég veit samt ekki alveg hvort hægt er að kalla þennan ís uppskrift eða hugmynd.
En alla vega ég fékk þessa uppskrift/hugmynd fyrir mörgum árum síðan frá Laufey vinkonu minni sem ég kynntist á stúdentagörðunum í Garðabæ fyrir 100 árum síðan.
Eitt kvöldið þegar ég lá hérna í Ben & Jerrys ostakökuís þá kom þessi uppskrift aftur upp í hugan, en ég var svo fyrir löngu búin að gleyma henni.
Þessi ís er svo mikið mikið betri en nokkurn tíman Ben & Jerrys, sem má þó eiga það að gera allt of góðan ís.Þetta er svo auðvelt að gera að þið gætuð þess vegna látið krakkana ykkar gera þetta.
Ísinn er góður einn og sér en með fílakaramellusósunni kemst hann á æðra plan sem ekki er hægt að lýsa
Hráefni
Ís
- 2 l af vanilluís
- 1 góða ostaköku með berjum
Fílakaramellusósa
-
- 1 poka af fílakaramellum eða 2 poka af fílakúlum frá Góu
- 1 pela af rjóma
Aðferð
Ís
- Setjið helmingin af ísnum í skál og brjótið svo helmingin af ostakökunni yfir.
- Hrærið létt saman, bara rétt svo blanda saman.
- Setjið svo restina af ísnum og ostakökunni út í og hrærið aftur létt til að rétt blanda saman.
- Setjið blönduna aftur í ísboxið sem ísinn var í og frystið í að minnsta kosti 1 klst.
Fílakaramellusósa
- Setjið allar karamellurnar eða kúlurnar með rjómanum í pott og bræðið saman við vægan hita.
- Hrærið reglulega í sósunni og berið hana fram heita með ísnum.
- Þetta er svo hættulega gott að þið eigið ekki eftir að standast þetta.
Njótið vel
María