Ofureinfaldar Kjúklingabollur í hunangshvítlaukssósu

höf: maria

Þessi uppskrift er akkurat af þeirri tegund sem ég elska hvað mest. Ofureinföld, með örfáum hráefnum, en alveg hrikalega góð.

Þessi réttur er eins og hann hafi verið eldaður á besta kínastað og það tekur ekki nema rúman hálftíma að galdra hann fram.

Panko rasp er galdurinn hér, en það gerir bollurnar dásamlega stökkar. Panko rasp er japanskt brauðrasp sem gert er úr hvítu skorpulausu brauði og gerir allan mat alveg ótlrúlega góðan og stökkan.

Passið bara að rugla því ekki saman við Paxo rasp !!!  Sósan toppar þetta svo allt saman, en hún gefur svaka gott bragð sem minnir á góðan kínarétt.

Þessar bollur eru vel gjaldgengar í veislu, matarboð, um helgar eða bara á virku kósí kvöldi.

Fyrir krakkan mína útbjó ég alveg eins sósu en notaði tómatsósu í stað Chilisósunnar. Hana bar ég fram til hliðar við kjúklingabollur sem var ekki búið að baða í sósu.

Ofureinfaldar Kjúklingabollur í hunangshvítlaukssósu

Þessi uppskrift er akkurat af þeirri tegund sem ég elska hvað mest. Ofureinföld, með örfáum hráefnum, en alveg hrikalega góð. Þessi réttur… Matur Ofureinfaldar Kjúklingabollur í hunangshvítlaukssósu European Prenta
Serves: 4
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

Bollurnar:

  • 3 kjúklingabringur
  • 1 bolli Panko rasp (fæst í stærri matvöruverslunum) Hér er mikilvægt að notast við Panko rasp en ekki venjulegt. (Passið að rugla ekki við Paxo )
  • 2 egg
  • salt

Í sósuna þarf:

  • 1/3 bolli hunang
  • 2 msk soja sósa
  • 1/2-1 msk Sriracha chili sósa (sumar tegundir eru sterkari en aðrar)
  • 1/2 tsk hvítlauksduft
  • 1/3 bolli heitt vatn
  • 1 msk kartöflumjöl

Aðferð

Bollur:

  1. Hitið ofninn á 200-210 C°blástur
  2. Sjóðið svo hvít hrísgrjón til að hafa með réttinum
  3. Skerið bringurnar í litla bita á stærð við tening
  4. Hrærið eggin og setjið í skál og saltið ögn (1/4 tsk c.a)
  5. Setjið Panko rasp á annan disk eða skál (Best að setja bara 1/3 af bollanum fyrst og bæta svo á)
  6. Veltið svo bringubitunum fyrst upp úr egginu og hristið umframegg af
  7. Veltið svo næst úr Panko raspinum og setjið bitana á ofnplötu með bökunarpappír
  8. Setjið í ofninn í c.a 15 mínútur og gerið sósuna á meðan

Sósa:

  1. setjið í lítinn pott við miðlungshita hunang, sojasósu, Srirachasósu og hvítlauksduft þar til fer að sjóða
  2. Setjið þá kartöflumjölið út í og hrærið mjög vel á meðan svo verði ekki kekkjótt
  3. Bætið svo heita vatninu strax út í og hrærið vel þar til verður orðið þykkt
  4. Hellið svo sósunni yfir heitar bollurnar, nýkomnar úr ofninum, og hrærið varlega saman með höndunum svo allar bollurnar verði þaktar í sósu
  5. Setjið svo bollurnar ofan á grjóninn og skreytið með sesamfræjum og vorlauk, en það combó gefur réttinum afar gott bragð

Punktar

Fyrir krakkan mína útbjó ég alveg eins sósu en notaði tómatsósu í stað Chilisósunnar. Hana bar ég fram til hliðar við kjúklingabollur sem var ekki búið að baða í sósu.

Svona einfalt var það og ég get lofað ykkur að þessar munu ekki valda vonbrigðum fyrir bragðlaukana

Verði ykkur að góðu

María 

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

2 Athugasemdir

Sveindís July 15, 2023 - 10:38 pm

Sæl
Get ég ekki fryst þessar kjúklingabollur ?

Svara
maria March 7, 2024 - 11:38 am

Sæl Sveindís og afsakaðu mjög seint svar. En ég hef reyndar aldrei prófað það en tel það alveg mjög gerlegt að fyrsta bollurnar en myndi gera það án sósunnar. svo er líklegast best að hita þær uppp í ofni eða airfryer og gera sósu og hella yfir þær heitar 🙂

Svara

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here