“Krispí” kjúk­ling­ur með hun­angs-sinn­eps­gljáa

höf: maria

Ég elska rétti sem eru afar einfaldir en smakkast eins og mikið hafi verið fyrir þeim haft. Þessi kjúklingur er svo sannarlega einn af þeim.

Hægt er að hafa hann jafnt spari sem og hversdags. Borinn fram með sinnepsgljáa, dásamlegu kexbrauði og fersku salati fullkomnar máltíðina. Uppskrift af brauðinu má finna hér.

Eins og ég sagði þá er mjög lítið fyrir honum haft, en það eina sem þarf að pæla í, er að leyfa honum að marinerast í minnst 4 klst.

 Mér finnst alltaf best að setja hann í mareningu um kvöldið, og leyfa honum að standa þannig í ísskáp alla nóttina.Því lengur því betra !!

Lyktin af mareningunni er bara eitthvað annað, svo góð er hún. Húsið angar af dásamlegum matarilm löngu áður en byrjað er að elda þennan dásemdarrétt.

Þið getið þá rétt ímyndað ykkur hversu góður kjúllinn mun vera tilbúinn. Þetta er réttur sem þið bara megið alls ekki láta fram hjá ykkur fara.

 Ég get alveg lofað því að þegar þið hafið gert hann einu sinni, mun hann festast í sessi hjá ykkur og vera reglulegur gestur á borðum ykkar.

Þetta Ameríska kexbrauð er rosalega gott með kjúklingnum 

Krispí" kjúk­ling­ur með hun­angs-sinn­eps­gljáa

Ég elska rétti sem eru afar einfaldir en smakkast eins og mikið hafi verið fyrir þeim haft. Þessi kjúklingur er svo sannarlega… Matur “Krispí” kjúk­ling­ur með hun­angs-sinn­eps­gljáa European Prenta
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

  • 4 Kjúklingabringur
  • 1/3 bolli (80 ml) ólífuolía og svo meira til steikingar
  • 1/4 bolli (60 gr) hunangs Dijon sinnep (Athugið ekki hefðbundna Dijon heldur með hunangi. Fæst í stærri matvöruverslunum)
  • 1/4 bolli (60 ml) tilbúið kjúklingasoð (1 kjúklingateningur í 500 ml vatn, notið svo 60 ml af því í mareninguna)
  • 3 marin hvítlauksrif
  • 1 tsk þurrkað timian
  • 1 1/2 bolli (190g) malaðar valhnetur
  • 1 bolli (125 gr) hveiti eða heilhveiti
  • 2 tsk salt
  • 1/2 tsk svartur pipar
  • Val: steinselja, ferskt timian eða þær kryddjurtir sem þið elskið til skreytingar

Hunangs sinnepsgljái: 

  • 3 msk hunangs Dijon sinnep
  • 1/3 bolli (80g) hunang

Aðferð

  1. Setjið ólífuolíu, sinnep, kjúklingasoð, hvítlauk og þurkkað tímian í stóra skál og hrærið öllu vel saman.
  2. Skerið bringurnar fyrir miðju þvert yfir svo verði úr tvær þynnri bringur
  3. Setjið bringurnar ofan í og sökkvið þeim í mareninguna svo þær marinerist allar vel.
  4. Hafið í ísskáp í minnst 4 klst, lengur því betra.
  5. Þegar steikja á kjúklinginn, malið þá valhnetur í matvinnsluvél eða blandara. Passið að gera þær samt ekki að dufti heldur svona litlum kögglum.
  6. Blandið svo saman valhnetunum, hveitinu, salti og pipar og hrærið vel saman á grunnum disk.
  7. Takið bringurnar og hristið örlítið aukamareninguna af og veltið upp úr í valhnetublöndunni báðum megin. Passið að þekja þær vel í valhnetublöndunni.
  8. Hitið nú ofninn á 210 C°blæstri.
  9. Á meðan ofninnn hitnar, hitið þá ólífuolíu á pönnu við miðlungshita (helst pönnu sem má fara inn í ofn).
  10. Setjið bringurnar á pönnuna og steikjið í 2 mínútur á hverri hlið (gott að stilla klukku).
  11. Setjið svo pönnuna inn í ofninn og eldið í 20-25 mínútur. (Ef þið eigið ekki pönnu sem má fara í ofn færið þá yfir í eldfast ílát).
  12. Hrærið nú saman í sinnepsgljáann og hellið yfir allan kjúklinginn þegar hann er tilbúinn úr ofninum.

Ég vona að þið munið prófa þennan því hann er algjör snilld

Verði ykkur að góðu

María 

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here