-Samstarf-
Dumplings er eitthvað sem mér hefur alltaf fundist vera áhugavert og spennandi. Ég viðurkenni þó að ég nenni ekki að gera það frá grunni.
Því fannst mér geggjað að sjá að hægt er að kaupa dumplings frosið frá Itsu og bæta því við allt hvað eina sem manni dettur í hug.
Hér gerði ég rétt sem var alveg geggjaður, steikt grænmeti með hvítlauks hunangssósu, dumplings og grjónum. Að toppa það með vorlauk og ristuðum sesam fræjum og kasjú hnetum gerði þetta alveg upp á 100.
Þið sem notið uppskriftirnar mínar vitið að flestar þeirra eru afar einfaldar og þessi er akkurat ein af þeim. Ef þið hafið prófað að gera þessa hér, þá munið þið elska þessa líka.
Ég notaði Itsu dumplings með kjúklingafyllingu en einnig er hægt að fá með rækjufyllingu og grænmetis. Ég er að segja ykkur það að þetta dumplings er það besta sem ég hef smakkað tilbúið.
Það heldur sér vel og fyllingin vellur ekki úr því eins og hefur stundum verið að gerast þegar ég hef verið að prófa frá öðrum merkjum. Einnig eru þau líka vegleg af mjög góðri fyllingu.
Ég ákvað að notast við grænmeti í réttinn sem mér finnst oft vera í asískum mat, eins og sykurbaunir, engifer, vorlauk, sveppi og gulrætur og útkoman var hreint út sagt stórkostleg.
Sósan er svo annar kapítuli út af fyrir sig en hún gefur réttinum þetta ekta asíska bragð eins og er af kínamat, samt gerð frá grunni og ótúlega einföld að gera.
Hráefni
Grænmetið
- 2 cm þykkur langur bútur af engiferrót
- 500 gr sykurbaunir ferskar
- 250 gr sveppir
- 1 græn paprika
- 3 meðalstórar gulrætur
- 4 vorlaukar
- 1 dl góð olía (ekki nota ólífu frekar bragðlitla matarolíu)
- 2 pakkar Itsu kjúklinga dumplings
- smá kreista af sítrónusafa
Sósan
- 185 gr hunang
- 4 msk soja sósa
- 1 msk sriracha sósa
- 2 msk sweet chili sósa
- 2 tsk hvítlauksduft (ath ekki hvítlaukssalt) heitir garlic powder á ensku
- 1 1/2 dl soðið vatn
- 2 msk kartöflumjöl
ofan á
- Græni parturinn af vorlauknum
- ristuð sesam fræ
- ristaðar kasjú hnetur
- 2 pokar af Tilda Basmati grjónum soðin
Aðferð
Grænmetið
- Skerið papriku niður í mjóar ræmur langsum og gerið það líka við gulræturnar og engiferrótina (ég notaði skrælara til að skera gulrótina langsum í þunnar ræmur)
- Skerið sveppi í sneiðar og leyfið sykurbaunum að vera heilum. Vorlaukin er fallegt að skera á ská en bara laukpartinn af honum, geymið efsta græna lagið
- Hitið svo olíuna á pönnu og setjið allt grænmetið saman út á og saltið létt yfir og piprið
- Leyfið grænmetinu að mýkjast ögn og kreystið smá sítrónusafa yfir, gott að leyfa því að malla og hræra reglulega í í eins og 10 mínútur
- Gerið svo sósuna á meðan og sjóðið grjónin eftir leiðbeiningum
Sósan
- Setjið í pott við miðlungshita hunang, sojasósu, Srirachasósu, sweet chili sósu og hvítlauksduft þar til fer að sjóða
- Setjið þá kartöflumjölið út í og hrærið mjög vel á meðan svo verði ekki kekkjótt
- Bætið svo heita vatninu strax út í og hrærið vel þar til verður orðið þykkt en hún þarf að sjóða smá
- Hellið svo sósunni yfir grænmetið og hrærið saman
- Setjið svo Dumplingsið út á og hrærið vel aftur og leyfið að malla undir loki í c.a 10 mínútur en hrærið reglulega í á milli
- Ristið fræin og hneturnar og klippið græna partinn af vorlauknum í litla hringi
- Berið fram með grjónin undir, réttinn ofan á og toppið með vorlauk, sesamfræjum og kasjú hnetum
Þessi mun ekki bregðast því get ég lofað
María