-Samstarf-
Hver elskar ekki góð grísarif ? Og ekki er verra ef þau eru svo mjúk að þau hreinlega falla af beinunum.
Hér er uppskrift af slíkum rifjum, löðrandi í BBQ sósu og svo góð að þú munt gera þau aftur og aftur.
Grísarif er afar ódýr matur og hér þarftu lítið að gera annað en að krydda og stinga inn í ofn við lágan hita í 3 klst. Þarft ekki einu sinni að fylgjast með þeim á meðan og getur því tekið ísbíltúr á meðan.
Ég læt hér fylgja með rúmlega einnar mínútu uppskriftar video sem ég mæli með að þið horfið á til að sjá hversu einfalt þetta er !!
BBQ sósan sem ég nota alltaf og er mitt allra uppáhald er Heinz Sweet BBQ sósa, ég nota hana líka í þessa dýrðlegu uppskrift hér af BBQ twister replikuni.
Ég mæli með að hafa með þessum rifum gott hrássalat, kartöflusalat, franskar og maís og svo enn meira af BBQ sósu til að hafa með á diskinn og jafnvel sýrðan því rifin eru örlítið spæsí.
Ef þið viljið ekki hafa þau spæsí ráðlegg ég ykkur að sleppa bara chili duftinu og þá eru þau einnig barnvænni. Rifin eru samt ekki það sterk að þau rífi í og þið svitnið.
Hráefni
Kryddblanda
- 2 msk paprikuduft
- 1 msk svartur pipar
- 3 msk púðursykur
- 3 tsk fínt borðsalt
- 1 tsk hvítlauksduft (garlic powder, ekki garlic salt)
- 1 tsk laukduft (onion powder)
- 1 tsk cumin (ath ekki kúmen eins og í kringlum)
- 1 tsk chiliduft (sleppið ef þið viljið ekki hafa smá spæsí )
- 1/2 tsk sinnepssduft
BBQ sósublanda
- 1/2 bolli Heinz Sweet BBQ sósa
- 2 msk hunang
- 1/2 tsk sinnepsduft
- 1 tsk gróft salt
Annað:
- 1 heilt óeldað grísarif (ath ekki svínarif heldur grísa)
- Fersk steinselja
Aðferð
- Gerið kryddblönduna með því að hræra öllum innihaldsefnum saman í skál
- Takið næst rifin og snúið þeim á hvolf og rífið seiga lagið sem er yst á fitunni af eins og þið sjáið í videoinu hér, gerið það bara undir rifjunum en ekki ofan á
- Kryddið svo undir fyrst með kryddblöndunni og nuddið vel inn í rifin
- Snúið við og kryddið ofan á og nuddið kryddinu aftur með höndunum vel inn í
- Vefjið næst rifjunum inn í álpappír og stingið inn í ofn stilltan á 150 °C hita með blæstri
- Leyfið rifjunum að vera í ofninum í 3 klst og látið þau alveg vera á meðan
- Þegar þau eru að verða til er gott að gera BBQ sósublönduna með því að hræra hráefnunum saman í skál
- Þegar rifin eru búin með 3 tímana takið þau þá út og stillið ofninn strax á grill
- Takið álpappírinn af rifjunum ofan á en leyfið rifjunum að vera með álpappírinn undir
- Penslið rifin með allri BBQ sósu blöndunni (þurfið ekki að snúa við og gera undir) og stingin inn í ofninn á neðsta rekka undir grillið í 3 mínútur
- Berið fram með frönskum, maís, kartöflusalati og hrásalati eða með því meðlæti sem þið viljið
- Gott er að hafa auka Heinz BBQ sósu með á borðinu og sýrðan rjóma til að hafa með á diskinn
Verði ykkur að góðu
María
2 Athugasemdir
Þessi uppskrift er algjörlega frábær og er orðinn fastur liður hjá okkur fjölskyldunni.
Þetta magn af kryddi og bbq sósu dugir fínt fyrir 3-4 babyback grísarif 😉
En gaman að heyra 🙂 takk fyrir skilaboðin, svo gaman að fá svona feedback <3