Bacalao con chanfaina spænskur saltfiskréttur

höf: maria

-Samstarf-

Þessi réttur er komin frá titu Leli föðursystir minni sem býr í Andorra. Oftar en ekki senda þær systur hans pabba mér matarmyndir þegar þær eru að elda.

Mér fannst rétturinn svo ofsalega girnilegur að ég bað hana um að segja mér hvernig ætti að gera hann sem hún gerði og tókst hann alveg upp á 100 %.

Þetta er ekki svona hefðbundin íslenskur fiskréttur með osti ofan á eins og við hér á landi erum kannski vön að gera, heldur er uppistaðan í sósunni grænmeti.

Laukur, fullt af hvítlauk, paprikur og tómatar frá Hunts er það sem gera sósuna dásamlega góða og eins og með flestan spænskan mat þá þarf hér gott snittubrauð með til að dýfa í sósuna.

This image has an empty alt attribute; its file name is IMG_4372-683x1024.jpg

Réttinn er ekki flókið að gera en hann þarf smá tíma til að verða til. Tímafrekast við hann er að ná lauk og paprikum mjúkum áður en öllu er blandað saman með saltfiskinum.

Bacalao con chanfaina spænskur saltfiskréttur

-Samstarf- Þessi réttur er komin frá titu Leli föðursystir minni sem býr í Andorra. Oftar en ekki senda þær systur hans pabba… Matur Bacalao con chanfaina spænskur saltfiskréttur European Prenta
Serves: 4 Prep Time: Cooking Time:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

  • 700 gr saltfiskhnakkar 
  • 1 dl hveiti 
  • 1 dl matarolía (til að steikja fiskinn) 
  • 2 grænar paprikur 
  • 2 rauðar paprikur 
  • 2 laukar 
  • 3 geiralausir hvítlaukar marðir 
  • 1 dós Hunts tómatar með ristuðum hvítlauk (roasted garlic)
  • 2 msk tómatpúrra 
  • 1 dl ólífuolía 
  • 2 msk sæta (ég notaði agavesíróp) 
  • 1 fiskisoðteningur 
  • Ferk steinselja til skreytingar ef vill en má sleppa
  • 2 tsk borðsalt 
  • svartur pipar 

Aðferð

  1. Skerið paprikur og laukana í ræmur (ekki litla bita heldur svona langsum í lengjur) 
  2. Merjið svo hvílaukinn 
  3. Skerið saltfiskhnakkana í bita og setjið á eldhúsbréf til að ná mesta rakanum úr honum
  4. Veltið saltfisknum svo upp úr hveiti og steikjið með matarolíunni á pönnu (ekki salta fiskinn)
  5. Þegar hann er orðin fallega gylltur báðum megin takið hann þá af og setjið til hliðar
  6. Næst er svo að þrífa pönnuna og setja ólífuolíuna á hana 
  7. Byrjið á að setja laukinn á pönnuna og saltið hann með hluta af saltinu af þessum 2 tsk. Standið alveg yfir honum og hrærið reglulega í meðan hann mýkist
  8. Þegar laukurinn er að verða alveg mjúkur setjið þá hvítlaukinn út á og hrærið reglulega í alveg þangað til allt er orðið vel mjúkt, hér verður að passa að laukar brenni ekki né verði dökkir 
  9. Næst er svo að taka laukinn af pönnuni og setja til hliðar svo hann brenni ekki
  10. Paprikurnar eru þá settar út á pönnuna í sömu olíuna og laukar voru í og saltaðar með hluta af saltinu. Steikið alveg þar til þær eru að verða vel mjúkar 
  11. Þá er Hunts dósatómötum helt út á, ásamt tómatpúrru, agave og fisksoðteningnum og restinni af saltinu
  12. piprið vel með svörtum pipar og bætið lauknunum út á og hrærið öllu vel saman 
  13. Náið upp suðu og látið sjóða alveg í 35-40 mín undir loki og hrærið reglulega í á meðan
  14. Takið þá fiskinn og raðið varlega ofan á grænmetið og setjið sósu varlega á bitana 
  15. Leyfið svo að malla í 10 mín til viðbótar 

Punktar

Best er að bera þennan rétt fram með góðu nýbökuðu snittubrauði og grænum ólífum með. Hér þarf að passa vel að fiskurinn nái að halda lögun sinni en verði ekki að plokkfisk ofan í sósunni, því er mikilvægt að hræra ekkert í réttinum eftir að fiskurinn er kominn út á, bara rétt setja smá sósu yfir bitana og leyfa þeim að hitna ofan í sósunni. Ef þið eruð ekki fyrir saltfisk má nota ýsu í staðinn eða jafnvel kjúkling.

Verði ykkur að góðu

María

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here