Gömul og góð uppskrift af Engiferkökum frá tengdó

höf: maria

Ég man þegar ég var krakki og flutti heim til Íslands, þá bökuðu íslenskar húsmæður yfirleitt 10 sortir af smákökum fyrir jólin. Ég er engan vegin þannig en finnst gaman að baka það sem mig langar til fyrir hver jól.

Það er mjög mismunandi hvaða sortir verða fyrir valinu. Ein jólin getur það verið lakkrístoppar, önnur smartieskökur og döðlukonfekt og svo eitthvað allt annað jólin á eftir.

Engiferkökur hins vegar eiga sér orðið fastan sess í jólahaldinu á heimilinu, en þessar kökur komu inn í líf mitt með manninum mínum Ragga.

Uppkriftin er komin frá mömmu hans en það var rík hefð á hans heimili að baka þær fyrir hver jól.

Ég viðurkenni það að ég hafði aldrei prófað engiferkökur áður, enda voru þær ekkert sérstaklega að heilla mig, og mér fannst þær ekki nógu mikið nammi.

Ég að sjálfsögðu hafði samt ekkert á móti því að hann myndi baka þær sem hann gerði fyrstu jólin okkar saman og úr varð að hann hefur séð um bakstur Engiferkakana alveg síðan.

Hann vill meina að þær séu alveg ferlega auðveldar í bakstri.

Ég var svo lítið fyrir þær að ég held að ég hafi ekki einu sinni smakkað þær fyrr en önnur jólin sem hann bakaði þær, og O my þær eru geggjaðar.

Þær eru stökkar að utan og mjúkar og chewi að innan og bragðið er bara svo gott, að þegar maður fær sér eina endar maður oft í 10. Svo passið ykkur !!!

Venjulega borðum við þær eins og þær koma úr ofninum en fyrir ykkur ákvað ég að prófa að dýfa þeim ofan í hvítt súkkulaði og skreyta smá með glassúr.

Þær eru svakalega góðar í sparibúningnum en líka einar og sér með ískaldri mjólk.

Gömul og góð uppskrift af Engiferkökum frá tengdó

Ég man þegar ég var krakki og flutti heim til Íslands, þá bökuðu íslenskar húsmæður yfirleitt 10 sortir af smákökum fyrir jólin.… Bakstur Gömul og góð uppskrift af Engiferkökum frá tengdó European Prenta
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

  • 250 gr bráðið Ljóma (ekki nota íslenskt smjör þá verða þær harðar, nota bara Ljóma)
  • 500 gr hveiti
  • 500 gr dökkur púðursykur
  • 2 egg
  • 3 tsk lyftiduft
  • 1 tsk matarsódi
  • 1 tsk negull
  • 1 tsk kanill
  • 1 tsk engifer

Aðferð

  1. Byrjið á að setja í skál allt þurrefnið og egg og hrærið ögn. Bræðið næst smjörlíkið og setjið út á. Hnoðið helst í hnoðara þar til deigið er silkislétt og glansandi.
  2. Setjið á disk og poka yfir. Gott er að geyma í kæli helst yfir nótt, en það sleppur líka að hafa það í 2 klst +
  3. Takið svo deigið úr kæli og mótið kúlur á stærð við heimagerðar kókóskúlur og setjið á bökunarplötu með bökunarpappír. Þrístið svo einum fingri niður í deigið til að mynda dæld eins og sýnt er á myndinni fyrir ofan. Þetta er gert við allar kúlurnar svo þær verði fallegri í laginu.
  4. Bakið á 200 c°í 8-10 mínútur.

Punktar

Ef þið viljið gera þessar guðdómlegu smákökur, sem fylla húsið af ilmi jólanna enn betri, þá mæli ég með að dýfa helmingnum af þeim í hvítt bráðið súkkulaði. Mikilvægt er að bræða gott hvítt gæðasúkkulaði yfir vatnsbaði svo það brenni ekki við. Takið svo köku og dýfið helmingi af henni ofan í súkkuðlaðið og leggjið beint á bökunarplötu með smjörpappa á þar til þornar. Ég vona svo að þið takið mig á orðinu og bakið þessar því þær eru svo svakalega góðar.   

Verði ykkur að góðu og gleðileg jól

María 

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here