Tortilla de patatas/Spænsk ommeletta

höf: maria

Vantar ykkur nýbreytni í Brunchið hjá ykkur ? Langar ykkur að gera gott Tapas? Eða vantar ykkur eitthvað nýtt í nesti fyrir börnin ykkar, sem er bæði saðsamt og hollt fyrir þau, og þau munu eiga eftir að elska.

Tortilla de patatas er rótgróin spænskur þjóðarréttur. Flestir sem hafa farið til Spánar hafa örugglega smakkað hana, en hún er langbest sem búin er til heima, (ekki sú sem er keypt í Costco eða Mercadona).

Tortilla de patatas er ommeletta með kartöflum og oftast lauk. Ef hún inniheldur lauk kallast hún Tortilla de patatas con cebolla. Sumir vilja hana bara með kartöflum en mér finnst hún alltaf langbest með lauk og kartöflum.

Fyrir þá sem vilja alls ekki lauk þá er hægt að sleppa honum alveg. Það sem er svo frábært við þessa ommelettu er hvað hún leynir á sér.

Þegar fólk bítur í hana kemur það því oftast á óvart hversu bragðgóð hún er. Ekki að hún líti eitthvað ílla út. heldur er bara allt öðruvísi áferð á henni en venjulegum ommelettum sem við á Íslandi þekkjum.

Þrátt fyrir að hún innihaldi lauk þá elska börn hana. Ég man þegar ég sendi Gabríelu með svona í nesti í barnaskóla, þá lágu stelpurnar utan í henni og báðu um smakk því þeim fannst hún svo góð.

Ommelettuna er líka sniðugt að nota með í Brunch eða í gott Tapas hlaðborð. Ég lofa að hún smakkast rosalega vel, og mér finnst hún alltaf best þegar hún hefur staðið á borði og kólnað í smá tíma.

Ommelettuna er auðvelt að gera en krefst smá lagni og því er mikilvægt að fara alveg skref fyrir skref eftir leiðbeiningunum sem ég gef.

Mér finnst rosa gott að bera fram með henni gott snittubrauð, hráskinku og steiktar grænar papríkur sem ég ætla einnig að gefa ykkur uppskrift af hér að neðan.

Það er eitthvað við að horfa inn í sárið á ommelettuni sem mér finnst svo fallegt og ekki síður girnilegt 

Tortilla de patatas/Spænsk ommeletta

Vantar ykkur nýbreytni í Brunchið hjá ykkur ? Langar ykkur að gera gott Tapas? Eða vantar ykkur eitthvað nýtt í nesti fyrir börnin… Smáréttir Tortilla de patatas/Spænsk ommeletta European Prenta
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

Tortilla de patatas

  • 1 stóra bökunarkartöflu
  • 2 lauka
  • 12 egg
  • Salt
  • Svartan pipar (ef vill)
  • 2 dl ólífuolíu
  • 1/2 tsk lyftiduft
  • Ég nota 22 cm pönnu, ef notuð er stærrri þá þarf að auka eggjaföldan og bæta við kartöflum og lauk

Steiktar grænar papríkur á spænska vísu

  • 2-3 grænar papríkur
  • 1 dl ólífuolía
  • salt

Aðferð

  1. Byrjið á að afhýða laukinn og skræla kartöflurnar
  2. Skerið laukinn í hringi og svo hvern hring í 4 parta
  3. Skerið kartöflurnar í þunnar skífur og svo skífurnar í 4 parta
  4. Setjið eggin í stóra skál og setjið lyftiduftið út í
  5. Pískið vel saman og saltið eina umferð yfir (1/2-1  tsk af fínu borðsalti)
  6. Hitið olíuna á pönnu og setjið laukinn og kartöflurnar út á.
  7. Hrærið saman og saltið vel yfir.
  8. Mikilvægt er að salta vel, ekki bara smá klípu heldur alveg eins og c.a. 1/2 tsk af fínu borðsalti.
  9. Ath þó eggin hafi verið söltuð þarf að salta hér líka !
  10. Lækkið hitann niður í miðlungshita, kartöflurnar og laukurinn eiga ekki að steikjast, heldur meira soðna í olíunni við vægan hita, þar til allt er orðið vel mjúkt.
  11. Hrærið reglulega í á meðan.
  12. Stingið með gaffli í kartöflulaukblönduna til að athuga hvort allt sé orðið mjúkt. Getur alveg tekið 20 mín að verða mjúkt.
  13. Þegar laukur og kartöflur er orðið mjúkt, takið það þá af pönnunni og hellið olíunni af pönnuni í skál.
  14. Setjið laukkartöflurnar saman við eggin út í skálina, og hrærið ögn með skeið eða gaffli, bara létt saman ekki píska.
  15. Setjið botnfylli af olíunni sem þið settuð til hliðar á pönnuna og hitið vel.
  16. Látið leka aðeins upp á hliðarnar á pönnunni.
  17. Setjið næst Eggjablönuna á pönnuna og lækkið hitan niður í miðlungs-vægan hita.
  18. Losið reglulega með þunnum spaða (helst sveigjanlegum löngum pönnukökuspaða), frá köntunum á pönnuni og hristið pönnuna reglulega svo festist ekki við.
  19. Það þarf alveg að standa yfir pönnunni og losa frá köntum og hrista pönnuna í smá tíma.
  20. Stingið svo með gaffli í miðjuna og þegar þið finnið að eggin eru orðin þétt upp að miðju setjið þá pönnuna örstutt undir grillið í ofninum, eða þar til að blandan ofan á er orðin stíf alveg niður að miðju.
  21. Eða þannig að hægt verði að hvolfa henni á disk eða pottlok án þess að hún leki um allt.
  22. Þegar eggin eru orðin þétt í sér ofan á, takið þá lok af pönnu eða flatan disk og hvolfið ommelettuni yfir.
  23. Passið að gera þetta mjög varlega svo hún brotni ekki. Ef þið hafið verið dulgleg að hrista pönnuna og losa frá köntunum með spaða þá á hún að renna leikandi létt á diskinn.
  24. Færið svo aftur á pönnuna og látið hliðina sem snéri upp nú snúa niður og steikið á vægum hita í smá tíma.
  25. Endurtakið svo aftur og snúið henni aftur við með því að hvolfa henni fyrst á disk eða pönnulok og færið hana aftur á pönnuna með hliðina sem sneri niður upp, og leyfið henni að malla við vægan hita.
  26. Hvolfið svo á disk og leyfið henni að kólna. Berið fram þegar hún hefur kólnað svoldið og svo er hún svakalega góð köld daginn eftir.

Paprikur

  1. Skerið papríkurnar í 4 parta og fræhreinsið þær.
  2. Hellið 1 dl af ólifuolíu á litla pönnu og setjið papríkuna út á og saltið vel.
  3. Byrjið á að steika með húðina niður á miklum hita og þegar hún er aðeins byrjuð að brúnka snúið þá við og steikjið áfram á háum hita.
  4. Snúið svo aftur við og lækkið hitann alveg niður og leyfið henni að mýkjast í olíunni, Þegar papríkan er orðin vel mjúk er hún til.

 

Punktar

Athugið fljótt eftir að hún hefur verið kæld getur komið grár litur á kartöflurnar og laukinn, en það þýðir ekki að hún sé ónýt. Það er mjög eðlilegt að hún taki á sig þennan lit. Eins er hún mjög góð köld úr ísskápnum. Hana má geyma í ísskáp í 4-5 daga. Gott er að eiga eina svona tilbúna, til að kippa með sér í nesti, eða ef manni vantar að grípa í eitthvað að maula. Ommelettuna má skera niður í litla bita og setja tannstöngul í og nota sem tapas eða pinnamat. Hún er vel gjaldgeng í veislur sem pinnamatur eða tapas

verði ykkur að góðu

María 

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here