-Samstarf-
Lesið alla leið því í lokinn er tilkynning sem þú vilt ekki láta fram hjá þér fara !!!
Það er algjör snilld að eiga ísgerðarskál á Kitchen Aid hrærivélina sína til að gera ís á einungins 30 mínútum.
Hér gerði ég ofureinfaldan kókósbolluís með einungins 4 hráefnum en hann er algjörlega eggjalaus og því þarf ekki að óttast hrá egg.
Ég geymi alltaf ísgerðarskálina mína í frystir, svo hún sé tilbúin hvenær sem mér dettur í hug að gera ís. En það þarf að geyma skálina í frystir í minnst 16 klst.
Með ísgerðarkálinni tekur ekki nema 30 mínútur að fá silkimjúkan ís eins og úr ísvél og guð hvað hann var góður.
Ég held að það sé óhætt að segja að jólaísinn í ár sé tilbúin en ég mun klárlega hafa þennan yfir jólin.
En fyrir ykkur sem þráið að eignast Kitchen Aid hrærivél þá mæli ég með því að þið kíkjið inn á Instagrammið mitt hér og takið þátt í gjafaleiknum.
Þar í samstarfi við Kitchen Aid á Íslandi er hægt að vinna Kithen Aid Artisan 185 vél í lit að eigin vali (gildir ekki um Design Series vélina).
Með vélinni fylgir auka 3 l skál sem er snilld þegar þarf ekki stóra skál, hveitbraut, 6 víra þeytari, flatur hrærari og deigkrókur sem er allt úr riðfríu stáli og má fara í uppþvottavél.
Hráefni
Athugið að hér fyrir neðan er Video þar sem ég sýni hvernig þessi auðveldi ís er gerður
Hafið niðursoðnu mjólkina (condenced milk) og rjómann kælt og takið beint úr ísskápnum þegar á að gera ísinn
- 500 ml rjómi
- 1 dós condenced milk 397 gr (fæst í Krónunni, Hagkaup. Fjarðarkaup og víðar og er oft hjá Kínamatnum)
- 1 tsk vanilludropar
- 6-8 stk kókósbollur
Aðferð
Með ísgerðarskál
- Byrjið á að hræra öllum hráefnunum saman í skál nema kókósbolllunum
- Setjið næst ísgerðarskálina á hrærivélina og kveikjið á henni á hraða 2
- Hellið næst ísblöndunni út í skálina varlega og látið hana hræra í 20 mínútur
- þegar 20 mín eru liðnar er gott að skera kókósbollurnar niður og setja út í með hrærivélina í gangi og láta svo ganga áfram í 10-20 mínútur eftir því hversu mikið frosinn þið viljið hafa ísinn
- Ef þið viljið hafa ísinn alveg harðfrosinn er gott að setja hann í box og í fyrstir í eins og 2-4 klst
- Berið fram með íssósu, nammi, berjum eða bara hverju því sem ykkur þykir best með ísnum
Án ísgerðarskálar
- Stífþeytið rjómann
- Hrærið saman dósamjólk og vanillu í skál
- Þegar rjóminn er þeyttur slökkvið þá á vélinni og bætið dósamjólkinni varlega saman við smátt eins og í 3 hollum og hrærið varlega saman á milli með sleikju
- Skerið kókósbollurnar smátt út í og hrærið ofurvarlega saman við og hellið í gott loftþétt mót
- Setjið svo í frystir í lágmark 8 klst best yfir nótt
Ég elska fjölbreytnina við Kitchen Aid hrærivélina mína en hún er ekki bara hrærivél heldur er til mikið úrval af aukahlutum sem hægt er að festa á hana.
Allt frá ýmsum tegundum af skálum til safapressu, hakkavélar, pastavéla og jafnvel matvinnsluvél !! Mér finnst það alveg magnað.
Þið getið kíkt á úrvalið af fylgihlutum með því að fara inn á Rafland hér og kynna ykkur úrvalið.
Verði ykkur að góðu
María