-Ekki samstarf-
Ég sýndi ykkur á sínum tíma hvernig ég undirbjó veislu á 2 klst með ýmsum trixum og ráðum inn á Instagramminu mínu.
Ef þið farið hér inn getið þið séð öll þessi ráð í Instagram highlights undir veisluráð.
m.a hvernig á að poppa upp búðarkeypta köku, ýmsir einfaldir brauðréttir og svo þessi marensbomba sem tekur enga stund að gera.
Ég held það sé óhætt að segja að þetta story fór eins og eldur um sinu og sé eitt vinsælasta efnið mitt á miðlinum.
Þessi marensbomba er eitthvað sem ég er yfirleitt með á boðstólnum í veislum og klárast alltaf. Ekki skemmir fyrir hvað er fáranlega auðvelt að gera hana.
Hér þarf ekkert nema fersk ber, þrist, kókósbollur, mars, þeyttan rjóma og búðarkeyptan marensbotn.
Tíu ára barn gæti þess vegna hent í þennan eftirrétt eða veislurétt hvort sem þið viljið kalla það.
Ég mæli með að þið prófið og ég lofa þetta er eitthvað sem mun eiga fastan sess á veisluborðum ykkar.
Hráefni
- Mér finnst best að henda í skálina eins og 1-2 klst áður en á að bera hana fram og setja í kælir áður
- 500-750 ml þeyttur rjómi (eftir því hversu stóra skál þið notið)
- 2-3 stórir þristar jafnvel meira
- 2 king size mars súkkulaði stykki
- Fersk jarðaber
- Fersk bláber
- 1 stk tilbúin marensbotn (fæst í öllum matarbúðum)
- Kókósbollur (magn eftir smekk)
Aðferð
- Brjótið marens neðst á botn í skál og setjið svo þeyttan rjóma þar ofan á
- Setjið mars, þrist, kókósbollur og fersku berin svo yfir rjómann (skerið samt jarðaberin niður en hafið bláberin heil)
- Endurtakið svo aftur þ.e brjóta marens yfir svo rjóma, sælgætið og berin og þannig koll af kolli þar til rjóminn er búinn
- Toppið svo með marens mylsnu og sælgætinu og berjum
- Hér leyfi ég ykkur að ráða magni af berjum og kókósbollum og ef þið viljið hafa enn meiri þrist og mars þá bara bæta því við, hér er allt leyfilegt og ekkert heilagt
- Kælið eins og í 1-2 klst í ísskáp
Verði ykkur að góðu
María