Marineruð T-bone steik með auðveldustu bernaise sósu í heimi

höf: maria

-Samstarf-

Hver elskar ekki góða steik á grillið ? Mér finnst krydd og marinering ekki skipta síður máli en steikin sjálf.

Það þarf ekki að kosta til ógrynni af kryddum til að gera góða marineringu, góð olía og fersk hráefni er eitthvað sem ég elska í marineringu.

Gott meðlæti og góð sósa er svo það sem toppar góða grillmáltíð en hér gef ég ykkur uppskrift af fáranlega auðveldri bernaise sem er samt súper góð.

Sósuna geri ég í blandara, hér þarf engan pott né fleiri áhöld, bara blandara þar sem allt fer ofan í og úr verður dásamleg silkimjúk bernaise sósa.

Aðal uppistaðan í marineringunni er hvítlauksolían frá Caj P, en ég elska grillolíurnar frá þessu merki. Marinn hvítlaukur og ferskt rósmarín með gerir þetta upp á 100.

Hér nota ég góða væna T-bone steik, en það má vel nota aðra tegund af nautakjöti í þessa marineringu, gott er að leyfa kjötinu að marinerast minnst í 1 klst, því lengur því betra.

Grilluð kartafla með og maís er tilvalið meðlæti með þessari grillmáltíð.

Namm þetta var svo gott að þið bara verðið að prófa !!!

Marineruð T-bone steik með auðveldustu bernaise sósu í heimi

-Samstarf- Hver elskar ekki góða steik á grillið ? Mér finnst krydd og marinering ekki skipta síður máli en steikin sjálf. Það… Aðalréttir Marineruð T-bone steik með auðveldustu bernaise sósu í heimi European Prenta
Serves: 2-4 Prep Time: Cooking Time:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

Marinernig 

  • 1 dl Caj P hvítlauksolía 
  • 1,5 dl extra virgin ólífuolía 
  • 6 marinn hvítlauksrif
  • 3 greinar ferskt rósmarín 
  • 2 tsk gróft salt 
  • 1-2 vænar T-bone steikur (1 steik passar fyrir 2) 

Bernaise sósa í blandara 

  • 4 eggjarauður 
  • 230 gr bráðið smjör 
  • 1 tsk hvítlaukssalt (garlic salt)
  • 1 tsk Oscar nautakraftur í dufti eða 1/2 nautakrafts teningur 
  • 1 msk laukduft (onion powder)
  • klípa af grófu salti 
  • 1/4 tsk svartur pipar 
  • 4 tsk estragon 
  • 1 tsk sykur 
  • 1 tsk Bernaise Essence (fæst í Bónus en má sleppa)
  • 2 tsk sítrónusafi (3 tsk ef þið sleppið Bernaise Essence)

Aðferð

Marinernig 

  1. Merjið hvítlaukinn í pressu 
  2. Klippið niður rósmarín greinarnar niður í minni nálar eða eins og er á þurrkuðu rósmarín (takið bara nálarnar ekki greinina sjálfa)
  3. Hrærið saman Caj P olíunni og Extra Virgin olíunni í góðu eldföstu móti sem passar undir steikina 
  4. Saltið og setjið hvítlaukinn og rósmarín út í og hrærið vel saman 
  5. Setjið nú kjötið út í marineringuna og þekjið það vel með henni 
  6. Leyfið að standa í henni í minnst eina klst, því lengur því betra
  7. Kveikjið svo á grillinu á hæsta hita og lækkið niður þegar það er vel heitt niður í miðlungshita
  8. Grillið í 5 mín á hvorri hlið og takið tímann 
  9. Setjið svo steikina á matardisk og setjið álpappír vel yfir og látið standa þar undir í 10 mínútur (takið tímann). Þannig náið þið medium rare steik

Bernaise sósa í blandara 

  1. Setjið eggjrauður, sykur, sítrónusafa, bernaise essence og öll krydd nema nautakraft og estragon saman í blandara
  2. Blandið í minnst eina mínútu eða þar til rauðurnar eru orðnar þykkar, ljósar og léttar
  3. Bræðið saman smjör og nautakraft í örbylgju ofni 
  4. Hellið svo smjörinu í mjórri bunu smátt og smátt út í eggjarauðurnar í blandaranum meðan hann er í gangi. Hellið sem sagt gegnum gatið á lokinu
  5. Setjið svo estragonið út í að lokum og haldið áfram að blanda í blandaranum þar til sósan er orðin þykk og loftkennd
  6. Látið hana svo standa í eins og 5 mínútur en þá þykknar hún 
  7. Berið fram með kjötinu og því meðlæti sem þið kjósið með steikinni

 

Verði ykkur að góðu

María

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here