-Samstarf-
Vefjur eða Burrito þurfa ekki alltaf að innihalda hakk eða kjúkling. Hér fór ég aðra leið og ákvað að marinera bleikju í sterkum kryddlegi sem gerir þennan Burrito svo góðan.
Caj P olían er mín allra uppáhalds olía til að nota í marineringu, en hana má nota til að marinera hvað sem er, ekki bara kjöt á grillið. Hér notaðist ég við hana í þennan dásamlega kryddlög á bleikjuna.
Kryddlögurinn inniheldur einnig lime börk, soja sósu og sterkar chiliflögur sem gerir bleikjuna afar bragðgóða með mexíkókeim sem passar fullkomlega í þennan rétt.
Til að gera Burritoin enn meira spæsí verður auðvitað að vera Tabasco með og sýrður rjómi með habanero, úff hvað þetta var gott !!
Ef þið eruð ekki mikið fyrir sterkan mat myndi ég láta marineringuna á bleikjunni duga og nota bara hefðbundin sýrðan rjóma með, Tabasco sósan er síðan valfrjáls.
Fyrir þá sem vilja Burrito sem rífur í mæli ég með að sleppa akkurat engum hráefnum úr uppskriftinni, enda er hún fullkomin eins og hún er.
Avókado, spínat, gróf grjón, fetaostur, rauðlaukur, maís baunir, salsa, sýrður og Tabasco ásamt fl. gúmmelaði, fullkomin blanda með marineraðri bleikjunni, hvað er hægt að biðja um meira ?
Ekki hræðast þessa uppskrift því hún er svo einföld í framkvæmd og með lítið vesen. Það eina sem er gott að huga að er að leyfa bleikjunni að liggja í marineringu í minnst 30 mín, en því lengur því betra.
Hráefni
Marinering á Bleikjuna
-
- 1/2 dl sojasósa
- 1 dl Cai P olía Original
- 2 tsk chiliflögur
- 1 msk hunang
- 1 msk lime safi
- Börkur af 1 lime
- klípa af salti og svörtum pipar
Burritoin
- 1 pakki Mission Wraps vefjur með grillröndinni
- 3 bleikjuflök
- 1 poki spínat
- 1 askja Philadelphia með hvítlauk og jurtum
- 1 dós sýrður með habanero
- 1 krukka salsa sósa
- Tabasco sósa
- 1 dós maísbaunir
- 1 rauðlaukur
- 1 krukka fetaostur
- 1 stórt glas wholegrain Brown Basmati Tilda hrísrjón ósoðin
- 2 stór glös af vatni til að sjóða grjónin í
- salt og pipar
- 2 avókadó
- Tabasco sósa
Aðferð
- Byrjið á að sjóða grjónin með því að nota 1 stórt glas af grjónum móti 2stórum glösum af vatni, sjóðið eftir leiðbeiningum og muna að salta vel
- Næst er að marinera bleikjuflökin
- Blandið öllu innihaldsefnum saman úr marineringunni og hrærið vel saman
- Gott er að hella henni svo í eldfast mót og setja flökin á hvolf ofan í
- Setjið plastfilmu yfir og leyfið að standa í minnst 30 mín, yfir nótt ef þið getið er alveg fullkomið
- Bakið svo bleikjuna í eldfasta mótinu með marineringunni í, í ofni á 190 C°blástur í 20 mín
- Takið hana svo úr ofninum og takið roðið af
- Skerið hana svo í bita og setjið til hliðar
- Gott er að vera búin að skera niður rauðlauk og avókadó meðan bleikjan er í ofninum og grjónin að sjóða
- Þegar grjónin eru til er gott að leyfa mesta hitanum að rjúka úr þeim með því að setja þau í stóra skál
- Bætið svo út í grjónin smátt skornum rauðlauk, maísbaununum og fetaostinum og hrærið vel saman
- Setjið næst vefjuna saman
Samsetning
- Takið vefju og smyrjið á hana alla vel af Philadelphia osti
- Raðið næst spínatblöðum yfir hana alla
- Setjið vel af hrísgrjónablöndunni á, svo bleikju og avókadó ofan á
- Setjið svo salsa sósu, sýrðan rjóma og tabasco yfir allt og rúllið upp
- Mér finnst rosa gott að hafa vefjuna ofan á álpappír og vefja hann svo utan um Burritoin og skera svo í miðju, þannig helst hann vel saman og fer ekki út um allt
Verði ykkur að góðu
María