Ljós súkkulaðikaka með klístraðri miðju

höf: maria

-Samstarf-

Hér er á ferðinni geggjuð ljós súkkulaðikaka sem á ensku kallast mud cake, sem mætti kannski kalla klessuköku á íslensku.

Þessi dásamlega klessukaka er ekki svona þessi hefðbundna dökka súkkulaðikaka með djúpu súkkulaðibragði heldur er hún meira sæt og eins og dumlekaramella í miðjunni.

Klístruð og blaut inn að miðju án þess þó að leka út um allt. Hún fer fullkomlega með þeyttum rjóma eða vanilluís.

Hún er þessi tegund af köku að maður nennir að henda í hana ef að gesti ber að garði og einnig er hún hin fullkomna eftirréttar terta í matarboðinu, en hana er svo auðvelt að gera.

This image has an empty alt attribute; its file name is IMG_7271-1024x683.jpg

Leynihráefnið í þessari köku er nýja mjólkursúkkulaðið frá Fazer sem passar svona fullkomnlega til að gera þessa köku. Ég notaði með saltri karamellu en einnig er hægt að nota með Dumle.

Ég get nánast lofað að þessa uppskrift munuð þið geyma ofan í skúffu ef þið prentið hana út til að gera aftur og aftur enda svo ótrúlega handhæg og þægileg.

Smá flórsykur og ber ofan á og málið dautt, ekkert vesen á þessari köku !

Ég get svo sannarlega mælt með henni við hvaða tilefni sem er, afmæli, matarboð eða bara með kaffisopanum.

Ljós súkkulaðikaka með klístraðri miðju

-Samstarf- Hér er á ferðinni geggjuð ljós súkkulaðikaka sem á ensku kallast mud cake, sem mætti kannski kalla klessuköku á íslensku. Þessi… Bakstur Ljós súkkulaðikaka með klístraðri miðju European Prenta
Serves: 12 Prep Time: Cooking Time:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

  • 3 stk Fazer súkkalaði með Salted Caramel eða Dumle eða 210 gr 
  • 200 gr smjör 
  • 4 egg 
  • 2 dl sykur 
  • 2 1/2 dl hveiti 
  • 1/2 dl bökunar kakó 
  • 1 tsk lyftiduft 
  • 1/2 tsk fínt borðsalt 
  • 1-2 msk flórsykur til að sáldra ofan á hana

Aðferð

  1. Forhitið ofninn í 200 C° blástur 
  2. Bræðið súkkulaði og smjör saman í potti við meðahita og passið að hræra í reglulega og varlega. Leggjið til hliðar í pottinum 
  3. Þeytið saman egg, sykur og salt þar til létt og froðukennt 
  4. Þegar súkkulaði blandan hefur kólnað ögn bætið henni þá saman við egg og sykurblönduna og hrærið saman í hrærivél örstutt 
  5. Sigtið næst hveiti, kakó og lyftidufti út í súkkulaðiblandið og þeytið eins stutt saman og þið getið bara þannig að allt sé rétt blandað saman 
  6. Spreyið 24 cm smelluform að innan með Pam spreyji og notið vel af því 
  7. Bakið svo í 15-20 mín neðarlega í ofninum en ég bakaði mína í akkurat 18 mín 
  8. Takið úr ofninum og ekki láta ykkur bregða þó að ykkur sýnist hún hrá, eða hún hristist til eins og hlaup þannig á hún akkurat að vera 
  9. Látið hana kólna á borði í smá tíma og takið þá hringinn af smelluforminu af og setið í ísskáp
  10. Þegar hún hefur kólnað inn í ísskáp er hægt að taka botninn af mótinu undan kökunni og færa hana yfir á kökudisk og sáldrið þá smá flórsykur yfir hana og skreytið með berjum
  11. Geymist svo upp á borði og berið fram með berjum, rjóma eða ís 

Verði ykkur að góðu

María

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here