Páskaterta ársins

höf: maria

-Ekki samstarf-

Ef þið haldið að þið hafið prófað allt þá eigið þið svo sannarlega eftir að prófa þessa nýjung hér. Ég kýs að kalla hana páskatertu ársins enda um algjöra bombu að ræða.

Ég elska þrist og ég elska bananastangir. Því ákvað ég að sameina þetta tvennt í páskabombu ársins.

Ég ákvað að gera þrista rice crispies botn og fylla hann með þristasósu og bananarjóma. Svo toppaði ég allt heila klabbið með bananastöngum.

Ég lofa að útkoman var dýrðleg, ég bar hana fram í boði og allir voru afar hrifnir af henni.

Það sem kom mér síðan skemmtilega á óvart var að ég henti henni í frystir eftir veisluna og ákvað svo að prófa eina sneið frosna.

Svei mér þá ég held að tertan hafi verið enn betri þannig svo ég ætla að leyfa ykkur sjálfum að ráða hvort þið berið hana fram sem rjómatertu eða ístertu.

Hvort sem er er bæði mjög gott, mér persónulega fannst hún þó betri sem ísterta. Ég mæli samt með því að bera hana fram vel kælda ef þið berið hana fram sem venjulega rjómatertu.

Ég var svo heppin að fá stóra og góða nammisendingu frá tilvonandi samstarfskonu minni, en hún kom með fullt af þristum og Völu bananastöngum sem var innblástur minn af tertunni.

Tertuna er afar einfalt að gera, það þarf ekki að baka hana, bara gera rice crispies botn í potti og svo bræða þrista og þeyta rjóma.

Ég mæli svo með að þú prófir þessa bombu yfir páskana eða bara á hvaða tíma ársins sem er.

Páskaterta ársins

-Ekki samstarf- Ef þið haldið að þið hafið prófað allt þá eigið þið svo sannarlega eftir að prófa þessa nýjung hér. Ég… Tertur & Kökur Páskaterta ársins European Prenta
Serves: 10-12 Prep Time: Cooking Time:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

Rice crispies þristabotn 

  • 200 gr smjör 
  • 6 msk bökunarsíróp (golden Syrup)
  • 250 gr þristar 
  • 200-250 gr Rice Crispies 

Þristasósa 

  • 250 gr þristar 
  • 1 dl rjómi 

Bananarjómi 

  • 750 ml rjómi 
  • 1,5 banani 
  • 2 msk flóryskur 
  • 1/2 tsk lyftiduft (rjóminn heldur sér þá betur en má sleppa)
  • Nokkrir sítrónu dropar (úr ferskri sítrónu til að setja á bananann svo hann verði ekki brúnn)
  • Gulur matarlitur 

Ofan á 

  • 1 pakki eða 150 gr Völu bananastangir 

Aðferð

Rice crispies þristabotn 

  1. Setjið smjör, síróp og smátt skorna þrista saman í pott og bræðið saman við vægan hita 
  2. Leyfið þessu ögn að sjóða saman í smá stund svo þetta verði eins og klístruð súkkulaðikaramella 
  3. Slökkvið þá undir og bætið 225 gr Rice Crispies út í og hrærið varlega saman þar til allt Rice crispíið er þakið þristasósunni 
  4. Setjið næst í 26 cm smelluform og látið ná alveg upp að brúninni við kantana en hafið dæld fyrir miðju svo þetta verði eins og Rice Crispies skál (gott er að klippa út smjörpappír í hring að sömu stærð og botninn á forminu og setja í botninn á því)
  5. Setjið í frystir í eins og 1 klst og gerið þristasósuna á meðan 

Þristasósa 

  1. Setjið 250 gr af smátt skornum þristum í pott og 1 dl rjóma 
  2. Bræðið vel saman við vægan hita og hrærið reglulega í þar til allt er vel bráðið saman
  3. Leyfið sósunni að standa í smá stund upp á borði í skál svo hún kólni ögn og gerið bananarjómann á meðan 

Bananarjómi 

  1. Setjið rjóma, flórsykur, gulan matarlit og lyftiduft saman í skál og stífþeytið rjómann 
  2. Stappið banana og setjið nokkra sítrónudropa út á eins og 3- 4 dropa til að hann verði ekki brúnn með tímanum (má samt sleppa)
  3. Hrærið svo varlega saman stappaða banananum við þeytta rjómann 

Samsetning

  1. Takið nú rice crispies botninn úr frystinum og úr mótinu og setjið hann á kökudisk
  2. Hellið svo þristasósunni í dældina á botninum og setjið í frystir í eins og 10 mín 
  3. Fyllið svo með þeytta bananarjómanum og skerið 150 gr af bananastöngum og setjið ofan á rjómann 
  4. Mér finnst gott að setja kökuna í frystir í allavega hálftíma áður en hún er borin fram en finnt langbest að bera hana fram eins og eftir 1-2 klst jafnvel lengur úr frystinum 

Punktar

Þessa köku er hægt að bera fram jafnt sem rjómatertu eða ístertu. Mér persónulega finnst hún betri sem ísterta. Leyfið henni að kólna í frystir í eins og 30 mín ef bera á hana fram sem rjómatertu en minnst 1 klst eða lengur ef bera á hana fram sem ístertu.

Verði ykkur að góðu

María

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here