Ofureinföld bleikja með pestó og ristuðum furuhnetum

höf: maria

-Samstarf-

Sumar uppskriftir eru bara þannig að maður gerir þær aftur og aftur. Þessi hér er ein af þeim og hef ég gert hana reglulega í gegnum árin.

Hér þarf afar lítið að gera annað en að ofnbaka fiskinn meðan þið ristið furuhnetur á pönnu til að setja út í grænt pestó sem ég ber fram með fiskinum til að smyrja ofan á hann.

Dásemd hreint út sagt og ekki skemmir fyrir hversu einfalt þetta er. Hér nota ég Filippo Berio pesto því mér finnst það hreinlega best.

Fiskinn ber ég svo fram með fersku salati og grjónum sem er fullkomin blanda að gourmet hollustu og vítamín sprengja um leið. hvað er hægt að biðja um meira ??

Fáranlega einfalt, hollt og gott og sem allir geta gert á einungis 20 mínútum. Tilvalið þegar maður hefur ekki mikinn tíma en langar í góða máltíð.

Ofureinföld bleikja með pestó og furhnetum

-Samstarf- Sumar uppskriftir eru bara þannig að maður gerir þær aftur og aftur. Þessi hér er ein af þeim og hef ég… Hollusta Ofureinföld bleikja með pestó og ristuðum furuhnetum European Prenta
Serves: 4 Prep Time: Cooking Time:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

  • 3-4 bleikjuflök 
  • 1 krukka Filippo Berio grænt pestó 
  • 30-50 gr furuhnetur 
  • 2 pokar af Tilda Basmati grjónum 

Salat

  • Lambahaga kál 
  • Piccolo tómatar
  • 1/2 dl fetaostur 
  • 1/2 dl svartar ólívur 
  • 1 dl skorin vínber
  • 1/2 rauð paprika 
  • Olía af fetaostinum 
  • 1/2 dl muldar pecanhnetur (má sleppa)
  • Smá salt 

Aðferð

  1. Hitið ofninn á 190 C°blástur eða 200 C° ef ekki blástur 
  2. saltið og piprið bleikjuflökin og setjið á ofnskúffu með bökunarpappa á 
  3. Setjið svo í heitan ofninn í 15-18 mínútur 
  4. Setjið svo grjóninn í pott og látið sjóða eftir leiðbeiningum meðan bleikjan er í ofninum
  5. Á meðan skuluð þið líka rista furuhnetur á pönnu 
  6. Setjið pestóið í skál 
  7. Leyfið hnetunum að kólna örlítið og setjið svo út í pestóið og hrærið vel saman 
  8. Berið svo fram flökin sér ásamt pestóinu, grjónum og salati 
  9. Smyrjið svo pestói ofan á bleikjuna 
  10. Berið grjón og ferskt salat með sem meðlæti 

Punktar

Endilega kikið á vedoið fyrir neðan til að sjá hvernig uppskriftin verður til !!

Verði ykkur að góðu

María

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here