Ofureinfaldur kjúklingaréttur í einu fati

höf: maria

-Samstarf-

Þessi dásamlega góði og djúsí kjúklingaréttur er afar einfaldur og góður.

Hér er ekkert ves á ferð og þarf nánast ekkert að gera nema skera sveppina í fjóra parta og raspa niður villisveppakryddost.

Restinni er svo bara hent í eldfast mót og skellt í ofn.

Ég elska svona rétti sem þarf lítið að hafa fyrir og tekur enga stund að gera, enda kemur það sér afar vel eftir annasama daga og þegar maður nennir varla að elda.

Það liggur við að það sé óhætt að segja að þessi réttur geri sig sjálfur með smá hjálp.

Hér notaðist ég við Rose Poultry kjúklingalundir, en ég á yfirleitt alltaf til poka af Rose Poultry kjúkling í frystir.

Það er mjög þægilegt að eiga alltaf einn slíkan í frystinum en það er gott að muna að taka hann út um morguninn svo hann sé afþýddur fyrir kvöldið.

Með þessum kjúklingarétti er gott að hafa með grjón eða cous cous og svo ferskt salat, jafnvel hvítlauksbrauð.

Ofureinfaldur kjúklingaréttur í einu fati

-Samstarf- Þessi dásamlega góði og djúsí kjúklingaréttur er afar einfaldur og góður. Hér er ekkert ves á ferð og þarf nánast ekkert… Matur Ofureinfaldur kjúklingaréttur í einu fati European Prenta
Serves: 4-6 Prep Time: Cooking Time:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

  • 500 gr sveppir 
  • 1 poki Rose Poultry kjúklingalundir 
  • 1 stk villisveppa kryddostur 
  • 4 marin hvítlauksrif 
  • 500 ml matreiðslurjómi 
  • 1-2 tsk þurrkað timian 
  • 1 tsk fínt borðsalt 
  • 1/2 tsk gróft malaður svartur pipar 
  • 1 tsk Oscar kjúklingakraftur í dufti 
  • 1 1/2 msk Maizena sósujafnari 

Aðferð

  1. Byrjið á að skera sveppina í 4 parta hvern svepp eða 2 parta ef sveppirnir eru smáir 
  2. Setjið næst kjúklingalundirnar, í heilu lagi, í stórt eldfast mót 
  3. Saltið lundirnar og piprið og setjið kjúklingakraftinn yfir og hrærið saman með skeið 
  4. Setjið næst sveppina yfir og þurrkað timian 
  5. Raspið niður villisveppaostinn og dreifið yfir lundirnar og sveppina ásamt mörðum hvítlauknum 
  6. Hellið svo matreiðslurjómanum yfir og stingið í 210 °C heitan ofninn i 25 mín 
  7. Þegar 25 mín eru liðnar takið þá mótið út og dreifið maizena sósujafnara yfir allt og stingið aftur inn í 10 mínútur 
  8. Þegar rétturinn er tekinn út er gott að hræra aðeins í honum þar til allt er vel blandað saman og sósan verður þykk og góð 
  9. Berið fram með grjónum eða cous cous og fersku salati 

Verði ykkur að góðu

María

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here