Jólalegar og rosa góðar piparmyntu ljóskur með hvítu súkkulaði

höf: maria

Þessi jólin ákvað ég að prófa að gera Piparmyntu ljóskur með hvítu súkkulaði. Útkoman varð skemmtilega öðruvísi, jólaleg og virkilega bragðgóð.

Þær eru í senn seigar og mjúkar og held ég að sé óhætt að segja að hvítt súkkulaði og piparmynta tala afar vel saman. Ljóskur, eða Blondies, eru í raun hvít útgáfa af Brúnkum, eða Brownies.

Í stað dökkts súkkulaðis er notað hvítt og ég gæti alveg trúað að gott væri að setja makademíuhnetur í hana, án þess að hafa prófað það.

Kökurnar er gott að skera í litla bita og er hver biti mjúkur og seigur í senn, með stökku hvítu súkkulaði og mildu piparmyntubragði, sem eins og áður sagði, fléttast dásamlega saman.

Jólalegar og rosa góðar piparmyntu ljóskur með hvítu súkkulaði

Þessi jólin ákvað ég að prófa að gera Piparmyntu ljóskur með hvítu súkkulaði. Útkoman varð skemmtilega öðruvísi, jólaleg og virkilega bragðgóð. Þær… Bakstur Jólalegar og rosa góðar piparmyntu ljóskur með hvítu súkkulaði European Prenta
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

Botn:

  • 3/4 bolli bráðið smjör
  • 3/4 bolli sykur
  • 2/3 bolli ljós púðursykur
  • 3 egg við stofuhita
  • 1 tsk vanilludropar
  • 2 tsk piparmyntudropar
  • 2 2/3 bollar hveiti
  • 1/2 tsk lyftiduft
  • 1/2 tsk salt
  • 2 plötur hvítt gróft saxað súkkulaði

Krem:

  • 450 gr rjómaostur
  • 1 bolli flórsykur
  • 1 tsk vanilludropar
  • 3/4 bolli piparmyntubrjóstsykur eins og jólastafir eða Bismark brjóstsykur

Aðferð

Botn:

  1. Hrærið saman í eina skál; bræddu smjöri, sykri, púðursykri, eggjum, vanillu og piparmyntudropum. Ekki stífþeyta eða hræra mikið heldur bara þannig að hráefnin séu orðin ágætlega blönduð saman.
  2. Takið aðra skál og setjið í hana hveitið, lyftiduftið, gróft skorið súkkulaðið og saltið og hrærið því saman með matskeið.
  3. Blandið svo hveitinu smátt saman við eggjablönduna og hrærið þar til blandast saman en ekki of mikið. Ekki þeyta á full speed heldur bara annað hvort hafa á lægsta hraða eða helst gera með sleif í höndunum. Deigið getur verið stíft og erfitt að hræra en þannig á það að vera.
  4. Setjið smjörpappa í bökunarskúffu, helst í stærð 33x22, ef þið eigið, og dreifið deiginu jafnt yfir skúffuna.
  5. Bakið svo á 175 c°í 30-35 mínútur. Gott er að stinga hníf í miðjuna og ef hann kemur hreinn upp þá er kakan til.
  6. Kælið vel áður en kremið er sett á.

Krem:

  1. Þeytið saman rjómaost, flórsykur og 1 tsk af vanilludropum.
  2. Þeytið þar til kremið verður loftkennt og létt.
  3. Þegar kakan hefur kólnað, smyrjið þá kreminu yfir hana alla og skreytið svo með mulnum piparmyntustöfum eða Bismark brjóstsykri.
  4. Ég notaði mortel til að mylja brjóstsykurinn en það má líka setja hann í poka og lemja með kökukefli. Hann á ekki að verða að dufti en ekki heldur of grófur.

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here