Holl og góð föstudags speltpizza

höf: maria

Það er eiginlega orðin siður eða venja hér á þessu heimili eins og á svo mörgum heimilum á Íslandi að hafa pizzu á föstudögum.

Krakkarnir eru farnir að taka því sem reglu að það sé alltaf pizza á föstudagaskvöldum og gefa ekkert eftir ef hafa á eitthvað annað.

Það er líka bara skemmtilegt að eiga svona venjur og siði saman sem allir taka þátt í og að baka pizzu getur verið hin skemmtilegasta fjölskyldustund.

Grunnurinn af þessari uppskrift kemur úr Grænum Kosti Hagkaupa eftir Sollu á Grænum kosti en ég hef samt breytt henni töluvert og gert hana eins og mér finnst hún best.

Hér eru kryddin sem ég nota. Þessi pizzasósa finnst mér vera best af þeim sem ég hef smakkað úr búð 

Holl og góð föstudags speltpizza

Það er eiginlega orðin siður eða venja hér á þessu heimili eins og á svo mörgum heimilum á Íslandi að hafa pizzu… Aðalréttir Holl og góð föstudags speltpizza European Prenta
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

Botn

  • 200 gr fínt spelt
  • 50 gr gróft spelt
  • 1 msk Vínsteinslyftiduft
  • 1/2-1 tsk salt
  • 2 tsk Oregano eða pizzukrydd frá Prima
  • 1/4 tsk svartur pipar
  • 8 snúningar í kvörn af Pasta Rossa kryddi frá Santa María
  • 125 ml heitt vatn
  • 1 msk hunang
  • 1-2 msk ólífuolía eða kókosolía eða 1 msk af hvorri.

Álegg

  • Hráskinku
  • Sveppi
  • Ananas
  • Furuhnetur
  • Svartar ólífur
  • Skinku
  • 1 kúlu af ferskum Mozzarella osti aukalega við rifna ostinn

Aðferð

  1. Mjög einfalt er að gera þennan botn en ég byrja alltaf á að setja öll þurrefnin og kryddin saman og hræra með sleif
  2. Næst set ég svo olíu út í og hræri aðeins í með sleif
  3. Svo sýð ég vatn og set 1 msk af hunangi útí
  4. Næst er svo að hnoða létt í höndunum en deigið á að vera mjög mjúkt og meðfærilegt
  5. Svo er að fletja út í eina 16 tommu eða 2 þunnbotna 9-12 tommu pizzur
  6. Forbakið botninn á 220 C°í 4-5 mínútur
  7. Setjið næst sósu og álegg á pizzuna 
  8. Bakið aftur á 200 C°í 10 mínútur 
  9. Að lokum þegar pizzan er komin á diskinn, toppa ég hana með Chili olíu, chili explosion kryddi, klettasalati og parmesan osti.

Punktar

Pizzabotninn er úr spelti en ef þið viljið, þá má alveg skipta speltinu út fyrir hveiti. Það er mjög einfalt og fljótlegt að gera þessa pizzu og það þarf ekki að eltast við heilsubúðir til að fá hráefnið í botnin. Allt fæst í Bónus. Uppskriftin dugir í einn 16 tommu botn eða tvo þunnbotna 9-12 tommu botna. Mér persónulega finnst betra að hafa hana þunnbotna. Athugið að ég set hráskinkuna ofan á pizzuna áður en hún er bökuð en ekki kalda eftir á. Þannig verður hún stökk og sölt og gefur rosa gott bragð.

Er ekki bara kjörið að baka eina svona holla í kvöld. Ef svo verði ykkur þá að góðu

María 

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here