Grísk flatbrauðspizza með fetaosti og spínati

höf: maria

-Samstarf-

Hér er uppskrift af pizzu sem er ekki bara til að hafa föstudags. Þessa myndi ég hafa hvaða dag sem er vikunnar og þess vegna á sunnudegi líka.

This image has an empty alt attribute; its file name is IMG_9883-683x1024.jpg

Heimilisfólkinu fannst hún svo góð að ég var beðin um að gera aftur svona strax daginn eftir. Hugmyndin kviknaði út frá Spanakopita bökunni sem er í miklu uppáhaldi hér heima.

Sú baka er aðeins flóknari í framkvæmd en þessi dýrðlega pizza, sem er afar auðveld að gera og er botninn aðallega bara spelt og grísk jógúrt.

Ég myndi segja að þessi pizza sé afkvæmi Flatey hvítlauksbrauðsins sem þið finnið hér og spanakopita bökunar sem þið finnið hér.

Nema pizzuna er mikið eindaldara að gera og tekur ekki nema örstutta stund að henda í hana. Deigið þarf ekkert að hefast og því bara hægt að henda í hana og gera strax.

Ég notaði að sjálfsögðu vörurnar frá MUNA sem ég er talskona fyrir og elska að nota en ég hef notað þessar vörur í fjölda ára þá undir nafninu Himnesk Hollusta sem var og hét.

Olíurnar frá þeim eru einstaklega góðar og eru þær allar lífrænt ræktaðar. MUNA er einnig komið með sína eigin heimasíðu þar sem ég hanna uppskriftir og mæli ég með að þið kíkið á hana á MUNA.is

Kasjúhneturnar frá MUNA er einstaklega rjómakenndar og bragðgóðar og alveg fullkomnar með ofan á pizzuna til að gefa smá bit og sætt bragð á móti söltum fetaostinum.

Ef þið elskið fetaost og spínat og allt sem er miðjarðarhafs þá eigið þið eftir að elska þessa pizzu sem er möst að toppa eftir á með hunangi og bera fram með gúrkujógúrtsósu.

Hvað er betra en væn sneið af góðri pizzu löðrandi í osti ?

Olíurnar frá MUNA eru hágæða lífrænt ræktaðar olíur og til í margskonar úrvali.

Grísk flatbrauðspizza með fetaosti og spínati

-Samstarf- Hér er uppskrift af pizzu sem er ekki bara til að hafa föstudags. Þessa myndi ég hafa hvaða dag sem er… Pizzur Grísk flatbrauðspizza með fetaosti og spínati European Prenta
Serves: 2 Prep Time: Cooking Time:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

Botninn 

  • 270 gr fínt spelt frá MUNA 
  • 1 tsk fínt salt 
  • 1 msk hrásykur frá MUNA 
  • 1 msk vínsteinslyftiduft 
  • 350 gr grísk jógúrt 

Álegg 

  • 150 gr spínat 
  • 200 gr fetaostakubbur (ekki í olíu ná vatni)
  • Rifinn Mozzarella eða ferskur mozzarella þið megið ráða (ég notaði rifinn í poka)
  • 1 tsk sítrónusafi
  • 2 hvítlauksrif 
  • MUNA extra virgin ólífuolía 
  • ferskt rósmarín 
  • MUNA kasjúhnetur 
  • Gróft salt
  • svartur pipar

Gúrku jógúrtsósa

  • 350 gr grísk jógúrt 
  • 1 msk MUNA akasíuhunang  
  • 1/2 gúrka 
  • 1-2 tsk gróft salt 
  • pipar 

MUNA akasíuhunang til að setja á pizzuna eftir á 

Aðferð

Botninn 

  1. Setjið þurrefnin saman í skál og hrærið með skeið 
  2. Bætið næst jógúrtinni út í og hrærið vel saman 
  3. Setjið svo á borð með spelti ofan á og hnoðið og bætið við spelti eins og þarf þar til deigið hættir að klístrast við fingur og borð 
  4. Fletjið deigið næst út með kökukefli en það má alveg vera smá þykkt og þarf að passa á pönnu
  5. Steikjið báðum megin á stórri grillpönnu eða steikarpönnu þar til það eru komnir brúnir flekkir í það eins og á flatbrauði 
  6. Færið svo botninn á smjörpappír ofan á bökunarplötu en það má rúlla aftur yfir það hér með kökukefli og kremja það betur út svo það verði þynnra og stærra, ekki hafa áhyggjur ef það er hálfhrátt því það á eftir að fara í ofninn 
  7. Setjið svo ólífuolíu yfir botninn ásamt hvítlauk sem er skorinn í örþunnar sneiðar og saltið með grófu salti yfir og stráið svo rifnum eða ferskum mozzarella osti í þunni lagi yfir (ekki of mikið)
  8. Setjið smá Muna ólífuolíu á pönnu og setjið svo spínatið út í heita olíuna og saltið og piprið 
  9. Þegar spínatið er helmingi minna en það var setjið þá 125-150 gr (c.a hálfur kubbur) af fetaostinum ásamt sítrónusafanum út á og látið bráðna rétt svo saman 
  10. Takið svo af pönnuni og dreifið jafnt ofan á pizzabotninn með olíunni og hvítlauknum og mozzarella ostinum á og dreifið smá meira af köldum fetaosti yfir ásamt ferskum rósmaríngreinum og kasjúhnetum
  11. Setjið svo smá meiri ólífuolíu yfir allt saman og stingið í 200 °C heitan ofninn með blæstri í 10-15 mín 
  12. Berið svo fram með jógúrtsósunni og MUNA akasíuhunangi til að setja ofan á pizzuna en ég lofa það er rosa gott

Jógúrtsósan 

  1. Meðan pizzan er í ofninum gerið þá sósuna 
  2. Hrærið jógúrtina upp og setjið salt, pipar og hunang útí 
  3. Raspið svo hýðið af hálfri gúrku út í og bara rétt innan við hýðið svo að sósan verði ekki blaut. Hún á að vera þykk
  4. Hrærið svo vel saman og geymið í kæli þar til pizzan er til og berið fram með henni
This image has an empty alt attribute; its file name is IMG_9893-683x1024.jpg

Verði ykkur að góðu

María

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here