Gourmet plokkari með spænsku ívafi

höf: maria

Plokkari er eitthvað sem oftast er gert úr afgangsfiski og kartöflum. Hins vegar er þessi ekki þannig heldur er hann gerður frá grunni.

Ég ákvað að hafa hann ögn undir spænskum áhrifum með því að nota í hann ólífuolíu og hvítlauk, og ég get lofað ykkur því að það er ansi gott og gerir hann svona aðeins meira Gourmet.

Er það ekki bara þannig að hvítlaukur gerir allan mat betri ?? Mér finnst það alla vega oftast vera þannig þar sem hann passar vel við.

Það er eitt sem má alls ekki vanta með þessum plokkara en það er rúgbrauð, og ef þið nennið að hræra í eitt brauð sem tekur 5 mínútur að gera mæli ég með að gera þetta rúgbrauð hér.

Ég lýg því ekki að það er svo fáranlega auðvelt að gera og þarf ekki nema 5 mínútur til að hræra saman og beint í ofninn í 30 mínútur meðan plokkarinn er eldaður.

Ég veit alla vega ekkert betra en nýbakað heitt rúgbrauð með fullt af smjöri með plokkaranum mínum. Ég mæli með að þið prófið að gera þetta tvennt saman og það mun koma á óvart hversu létt það er og gott !!

Gourmet plokkari með spænsku ívafi

Plokkari er eitthvað sem oftast er gert úr afgangsfiski og kartöflum. Hins vegar er þessi ekki þannig heldur er hann gerður frá… Matur Gourmet plokkari með spænsku ívafi European Prenta
Serves: 4-6 Prep Time: Cooking Time:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

  • 700 gr ósoðin ýsa 
  • 1 rauðlaukur eða gulur laukur 
  • 90 gr púrrulaukur 
  • 2 geiralausir hvítlaukar eða 8-10 hvítlauksrif marin 
  • 1/2 dl ólífuolía
  • 2 msk kartöflumjöl
  • 1/2 líter nýmjólk má líka vera matreiðslurjómi eða blanda af þessu tvennu
  • 1/2 sæt kartafla 
  • 1 stór gulrót 
  • 5 íslenskar kartöflur (ekki bökunar, bara hefðbundnar)
  • 1 fiskiteningur 
  • 1 kjúklingateningur
  • 1 tsk þurrkuð steinselja 
  • 1/2 tsk múskat 
  • 1 tsk fínt salt 
  • 1/2 tsk svartur pipar (hér nota ég mulinn en ekki úr kvörn, það eru stærri kornin á honum og passar svo vel með plokkfisk, hann er til t.d frá Prima og fæst í Bónus)

Aðferð

  1. Ef ýsuflökin eru afþýdd er gott að láta þau standa á eldhúspappa meðan þið eruð að gera réttinn til að ná sem mestum raka úr honum
  2. Byrjið á að skera laukinn smátt og merja hvítlaukinn
  3. Skrælið kartöflur og gulrót og skerið í litla teninga og gulrót í skífur
  4. Hitið svo olíuna í potti og setjið laukana út á 
  5. Passið að steikja við vægan hita en þeir eiga svona meira að soðna í olíunni 
  6. Saltið og piprið og bætið svo mjólkinni út á og báðum teningunum
  7. Hitið þar til byrjar að sjóða og passið að brenna ekki, þegar suðan er komin upp á að bæta kartöflumjölinu út á og hræra stöðugt í á meðan 
  8. Nú verður þetta mjög þykkt en þannig á það að vera enda mun það þynnast upp við fiskinn og kartöflurnar
  9. Bætið nú kartöflunum og gulrótinni út í og látið sjóða í pottinum í 20 mínútur og hrærið reglulega svo brenni ekki við botninn (sósan mun jafnt og þétt þynnast)
  10. Að 20 mínutum liðnum setjið þá hrá ýsuflökin út í og látið sjóða í 7-10 mínútur, ekki hræra mikið í svo fiskurinn verði ekki að tæjum en það er í lagi að hræra eins og einu sinni öllu varlega saman 
  11. Berið svo fram með auðveldasta og besta heimabakaða rúgbrauðinu sem hægt er að finna uppsrift af hér 

Verði ykkur að góðu

María

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here