Dumle karamellu kökubitar

höf: maria

-Samstarf-

Úff þessir karamellukökubitar eru aðeins of djúsí, löðrandi í karamellu með smákökubita botni og þrenns konar súkkulaði.

Þessir eru eitthvað sem þú verður að prófa, en hér notaði ég nýju Dumle sumarkaramellurnar sem eru með tutti frutti bragði.

Útkoman er pínu eins og appelsínusúkkulaði en ef þið viljið ekki hafa ávaxtakeim í namminu ykkar má vel nota hefðbundnu karamellurnar frá Dumle líka.

Ykkar er valið en þessar koma einungis í takmörkuðu upplagi og fást í sumar allavega. Hér er engu til sparað í karamelluna á milli og notaði ég heila 5 pakka !

Ef þið viljið ekki hafa svona mikla karamellu má helminga uppskriftina af karamellunni og hafa hana helmingi minni, en fyrir mína parta var þetta fullkomið akkurat svona.

Bitana má skera í stóra ferninga eða litla munnbita til að hafa í veislum sem dæmi á bakka til að næla sér í eins og konfekt.

Ég mæli með að frysta bitana og geyma þá í frystir áfram og taka út rétt áður en á að bera fram til að karamellan haldi sér.

Hvort sem þú ert að fara að halda veislu eða langar bara að eiga eitthvað gott til að maula á, mæli ég með að þú prófir þessa dýrðar karamellubita sem engin verður svikin af.

Litlir konfektbitar eða……

Stórir kökubitar

Það er mun auðveldara að gera þá en þig grunar og allir ættu að geta bakað þá.

Dökkt, ljóst og hvítt súkkulaði í botninum og ofan á líka.

Dumle karamellu kökubitar

-Samstarf- Úff þessir karamellukökubitar eru aðeins of djúsí, löðrandi í karamellu með smákökubita botni og þrenns konar súkkulaði. Þessir eru eitthvað sem… Bakstur Dumle karamellu kökubitar European Prenta
Prep Time: Cooking Time:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

Botninn 

  • 275 gr hveiti 
  • 1 tsk matarsódi 
  • 1/2 tsk salt 
  • 1 msk maizena mjöl 
  • 115 gr brætt smjör 
  • 55 gr sykur 
  • 135 gr púðursykur 
  • 1 egg 
  • 1 tsk vanilludropar 
  • 280 gr Milka Big Triolade (fæst m.a í Fjarðarkaup) eða 100 gr hvítt súkkulaði, 100 gr dökkt súkkulaði og 100 gr mjólkursúkkulaði (s.s 300 gr í allt)

Karamella 

  • 5 pakkar eða 600 gr af Dumle karamellum (ég notaði tutti frutti en það má líka nota þessar hefðbundnu ef þið viljið ekki hafa ávaxtakeim) 
  • 1/2 dl rjómi 
  • Hér má líka minnka karamelluna og gera bara helming af henni eða 300 gr Dumle karamellur og 2 msk rjóma

Súkkulaði ofan á

  • 280 gr Milka Big Triolade eða 
  • 100 gr hvítt súkkulaði 
  • 100 gr dökkt súkkulaði
  • 100 gr mjólkursúkkulaði (s.s 300 gr í allt)

Aðferð

Botninn 

  1. Byrjið á að hita ofninn í 180 °C blástur 
  2. Setjið smjörpappír í ferkantað mót sem er c.a 23 cm x 23 cm eða í 21 cmx 30 cm, og látið hann standa upp úr meðfram hliðunum 
  3. Byrjið á að setja hveiti, matarsóda, salt og maizena mjöl saman í eina skál og hræra með skeið 
  4. Setjið í hrærivélarskál brætt smjörið og sykurinn og hrærið þar til sykurinn hefur bráðnað og blandast saman við smjörið og er orðið létt og ljóst (best er að nota hræraran en ekki þeytaran á vélinni)
  5. Bætið næst egginu út í ásamt vanilludropunum og þeytið áfram þar til verður þykkt, létt og ljóst 
  6. Næst eru þurrefnin í hinni skálinni sett saman við og haldið áfram að hræra
  7. Slökkvið svo á vélinni og skerið niður súkkulaðið ef þið notið Milka eða heilar plötur en eins er hægt að nota súkkulaðidropa og þá þarf ekki að skera 
  8. Bætið svo súkkulaðinu í hrærivélarskálina og hrærið saman þar til súkkulaðið er komið vel inn í deigið 
  9. Þjappið næst deiginu í botninn á mótinu 
  10. Stingið í heitan ofninn í 18-22 mín, þegar botninn virðist orðin þurr ofan á er kakan til og gott að taka hana þá út og láta kólna á borði

Karamella 

  1. Setjið karamellurnar í pott ásamt rjómanum og bræðið vel saman þar til glansandi og silkislétt 
  2. Ef þið viljið hafa minni karamellu er gott að helminga hana og nota þá bara 300 gr karamellur og 2 msk rjóma c.a 
  3. Þegar botninn er kældur og karamellan tilbúin hellið henni þá yfir botninn en hafið kökubotninn enn í forminu sem hann var bakaður í, látið svo kólna og storkna smá á borði í mótinu 

Súkkulaði ofan á

  1. Setjið botnfylli af vatni í pott og skál yfir pottinn, því það á að bræða súkkulaðið yfir vatnsbaði
  2. Ef þið notið Milka leyfið því þá að bráðna án þess að hræra of mikið í því ef þið viljið ná þessari þrílitu áferð ofan á 
  3. Ef þið notið 100 gr af hvítu, rjóma og dökku súkkulaði af hvoru, þá er gott að bræða einn lit fyrir sig 
  4. Þegar súkkulaðið er bráðið hellið því þá yfir karamelluna en kakan á enn að vera í forminu sem hún var bökuð í 
  5. Takið næst tannstöngul eða gaffal og gerið mynstur í súkkulaðið með því að gera hringi í súkkulaðið og þá kemur þetta fallega þrílíta mynstur 
  6. Stingið nú í frystir og leyfið kökunni að taka sig í minnst 2 klst 
  7. Þegar kakan er tekin úr frystir er gott að taka hana upp úr mótinu með því að toga í smjörpappan sem var settur ofan í og stendur upp meðfram hliðunum 
  8. skerið svo kökuna í annað hvort litla munnbita eða ferninga og berið fram strax (ath skerið bitana frosna, gott að leyfa að standa í 5 mín áður en er skorið)
  9. Best er að geyma í frystir og taka út rétt áður en á að bera fram 

Verði ykkur að góðu

María

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here